Garðabæjardeild leitar að söngelskum sjálfboðaliðum

20. jan. 2012

Garðabæjardeild Rauða krossins leitar að söngelskum sjálfboðaliðum til þess að sjá um söng á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum. Söngstundirnar eru hugsaðar sem afþreying fyrir heimilisfólk og verða vikulega kl. 16-17 eða 17-18. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Garðabæjardeild í síma 565-9494 eða í gegnum netfangið gardabaer@redcross.is.

Söngstundin er nýjung í verkefninu Heimsóknavinir Rauða krossins. Undanfarin ár hafa heimsóknavinir Garðabæjardeildar reglulega heimsótt heimilisfólk í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Holtsbúð þar sem þeir spjalla, lesa, spila og/eða tefla við heimilisfólk. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Nánar um Heimsóknavini Rauða krossins hér.