Rauði krossinn býður aðstandendum áhafnar Hallgríms SI 77 aðstoð

25. jan. 2012

Rauði krossinn býður aðstandendum áhafnar Hallgríms SI 77 velkomna í húsnæði landsskrifstofunnar að Efstaleiti 9 í Reykjavík. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis taka á móti þeim sem þangað vilja leita.

Einnig er aðstandendum mannanna bent á að hægt er að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Síminn er opinn allan sólarhringinn.