Líf og fjör á námskeiðum Rauða krossins

15. jún. 2009

Námskeiðin Mannúð og menning standa yfir þessa dagana. Hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins lauk fyrsta námskeiðinu í síðustu viku. Það hefur því verið líf og fjör hjá deildinni að undanförnu þar sem hópur krakka fræddust um Rauða krossinn, skyndihjálp, umhverfisvernd og fjölmenningu í gegnum leik og störf.

Á fjölmenningardeginum var boðið upp á hrísgrjóna- og grænmetisrétt samkvæmt gambískri fyrirmynd. Að sjálfsögðu var maturinn einnig snæddur eins og tíðkast í Gambíu, þ.e. hópurinn var berfættur, myndaði hring á gólfinu og borðaði með höndunum en einungis má nota vinstri hendina. Maturinn var reiddur fram á stóru fati og látinn ganga milli allra í hópnum. Þótti börnunum þetta ekki einföld aðferð.

Fullbókað er á öll þrjú námskeiðin í Mannúð og menningu í Kjóarsýsludeildinni en enn er laust á námskeið hjá Reykjavíkurdeildinni.