Nýr starfsmaður hjá Kópavogsdeild

30. jan. 2012

Hrafnhildur Kvaran hóf störf hjá Kópavogsdeild Rauða krossins í byrjun vikunnar en hún gegnir stöðu verkefnastjóra félags- og sjálfboðaliðamála í 50% starfi. Hún starfar einnig hjá Garðabæjardeild Rauða krossins þar sem hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan um mitt árið 2010.

Hrafnhildur er menntaður alþjóðastjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún gekk til liðs við Rauða krossinn árið 2007 þegar hún gerðist stuðningsaðili flóttamanna á Íslandi.

Kópavogsdeild býður Hrafnhildi hjartanlega velkomna til starfa.