Er tölvukunnáttan að hefta þig í atvinnuleitinni?

31. jan. 2012

Deiglan býður atvinnuleitendum á morgun, miðvikudag, uppá tölvunámskeið sem ætlað er algjörum byrjendum. Kennari á námskeiðinu verður Þórunn Óskarsdóttir sem hefur um langt skeið kennt byrjendum grunnatriði í tölvunotkun.

Margir atvinnuleitendur hafa rekið sig á að tölvukunnátta er lykillinn að atvinnuleitinni í dag og ef þú ert einn af þeim atvinnuleitendum sem átt erfitt með að nýta þér tölvuna er þetta námskeið fyrir þig. Tvær tölvur eru á staðnum og þráðlaust net. Því eru þeir sem hafa nú þegar fest kaup á fartölvu hvattir til að taka hana með.

Tölvukennslan fer fram í Rauðakrosshúsinu Hafnarfirði, Strandgötu 24 (gengið inn frá Fjarðargötu), kl. 12-14. Boðið verður uppá þessa kennslu í morgun 1. febrúar og næstkomandi miðvikudag 8. febrúar.