Námskeið í skyndihjálp og sálrænum stuðningi

1. feb. 2012

Hafin er skráning á námskeið hjá Kjósarsýsludeild í sálrænum stuðningi I og skyndihjálp 4 stundir.  Námskeiðin verða haldin í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 þann 15. og 21. febrúar.  Nánari upplýsingar og skráning undir viðburðaryfirlitinu hér hægra megin á síðunni.

Sálrænn stuðningur I - 15. febrúar kl. 17:30

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi.  Námskeiðið er fyrir þá sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi.  Námskeiðið er gagnlegt fyrir almenning, starfsmannahópa, starfsfólk með mannaforráð og sjálfboðaliða Rauða kross Íslands.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.  Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.

Kennari:  Elín Jónasdóttir sálfræðingur.

Námskeiðið er öllum opið og kostar 2000 krónur.  Sjálfboðaliðar með gildan sjálfboðaliðasamning sitja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Skráning

 

Skyndihjálp 4 stundir – 21. febrúar, kl. 17:30.
Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Vissir þú að oftast eru það vinir eða ættingjar sem koma fyrstir á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega? Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleyft að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:
* Undirstöðuatriði skyndihjálpar.
* Fjögur skref skyndihjálpar.
* Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð.
* Innvortis- og útvortis blæðingar.
* Bruni, brjóstverkur, bráðaofnæmi og heilablóðfall.

Kennari er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

Kennsla fer fram í Þverholti 7, Mosfellsbæ og kostar 5000 krónur. Sjálfboðaliðar með gildan sjálfboðaliðasamning sitja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.  Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2012 fá 10% afslátt.

Skráning