Eldhugastarf í félagsmiðstöðvum Kópavogs

1. feb. 2012

Hópur ungra sjálfboðaliða Kópavogsdeildar hefur tekið að sér umsjón með kynningarstarfi Eldhuga í félagsmiðstöðvum bæjarins. Hópurinn hefur undirbúið sig vel og samanstendur af sjálfboðaliðum deildarinnar sem sumir hverjir hafa tekið þátt í starfinu frá unga aldri.

Kynningin samanstendur af fræðslu um Rauða krossinn, markmið hans, uppruna og starfsemi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þá er vakin athygli á fordómum og  farið í skemmtilega leiki með það að markmiði að vekja ungt fólk til umhugsunar. Með þessum kynningum miðar hópurinn að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Nú þegar hafa Eldhugar náð til yfir hundrað ungmenna í Kópavogi með kynningum sínum en markmiðið er að ná til sem flestra á aldrinum 13-16 ára. 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu hjá Kópavogsdeild eru hvattir til að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg er alltaf heitt á könnunni.

Mynd: Hópstjórar Eldhuga þau Brynhildur, Hulda, Aron og Florin. Á myndina vantar Dagbjörtu Rós Jónsdóttur.