Vinkonur styrkja börn í neyð

29. okt. 2009

Vinkonurnar Helena Ósk Hálfdánardóttir og Andrea Steinþórsdóttir hafa æft saman fótbolta hjá FH í rúmlega 3 ár. Í sumar tóku þær sig saman og héldu nokkrar tombólur í Samkaupum í Hafnarfirði. Þar söfnuðu þær 6.710.- krónum.

Því er greinilega mikill kraftur í þessum fótboltastelpum og þakkar Hafnarfjarðardeild Rauða krossins þeim kærlega fyrir framlagið.

Tombólubörn Rauða krossins vinna ötullega að fjársöfnun til að styðja við bakið á jafnöldrum sínum úti í heimi sem ekki búa við viðunandi lífskjör. Sífellt fleiri ungir sjálfboðaliðar sinna fjáröflun af þessu tagi þó með fjölbreyttum leiðum eins og tombólusölu, flöskusöfnun eða annars konar söfnunum. Ágóðinn fer eins og alltaf í eitt og sama verkefnið, að styrkja og hjálpa börnum í neyð.