Tombólubörnum boðið í bíó

9. des. 2009

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans  5. desember bauð Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík Tombólukrökkum hreyfingarinnar í bíó síðastliðinn föstudag. Laugarásbíó gaf inn á myndina Arthúr 2 sem var frumsýnd þennan sama dag og létu Tombólukrakkarnir ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu í bíó.

Á hverju ári safna krakkar víðsvegar af á landinu háum fjárhæðum til styrktar Rauða krossinum. Árið 2009 söfnuðust 650.000 krónur og renna peningarnir til hjálparstarfs Rauða krossins fyrir börn í Malaví. Landið er meðal fátækustu landa heims og er staðsett í suðurhluta Afríku. Þar er starfrækt barnaheimili þar sem börn sem misst hafa foreldra sína fá stuðning. Þar geta þau leikið sér, fengið hádegismat, lært að lesa og skrifa svo eitthvað sé nefnt.  Hægt er að sjá nánar um verkefni Rauða kross Íslands í Malaví hér.

Það var því ánægjulegt að geta þakkað okkar yngsta stuðningsfólki með bíósýningu, en þeirra framlag skiptir máli.