IMG_4243

20. apr. 2015 : Mannúðarverkefni í Hvíta-Rússland

Fréttaþyrstir Mannvinir Rauða krossins hafa líklega tekið eftir umfjöllun Fréttastofu RÚV og Kastljóssins á dögunum um mannúðarverkefni Hvíta-Rússlandi

Hvitarussland

1. des. 2014 : Vetrarfatnaður vegna neyðarástands

Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað fyrir neyðarsöfnun á vetrarfatnaði sem verður komið til úkraínskra flóttamanna í Hvíta-Rússlandi

Hvitarussland

2. okt. 2014 : Tíu tonn frá Íslandi

Starfsfólk Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi lauk í mars 2014 við að dreifa fatnaðinum frá Íslandi en hann var sendur héðan í september árinu áður

B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

11. sep. 2014 : Prjónuðu ullarteppi og húfur fyrir Hvít-Rússa

Nemendur í Kelduskóla í Grafarvogi hafa undanfarna mánuði prjónað ullarteppi og húfur handa hvít-rússnesku þjóðinni

16. júl. 2014 : Gefðu skólatöskunni nýtt líf

Gefðu gömlu skólatöskunni nýtt líf. Rauði krossinn í samstarfi við A4 stendur fyrir söfnun á nothæfum skólatöskum 15. - 31. júlí.

15. mar. 2012 : Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar útbúa fatapakka til ungbarna í neyð

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hittust í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi  í gær og pökkuðu ungbarnafötum. Fatapakkarnir verða síðan sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi. Fjöldi sjálfboðaliða úr verkefninu mætti til að taka höndum saman og pakkaði hvorki meira né minna en 252 pökkum á tæpum tveimur klukkutímum. Í pakkana fara prjónaðar peysur, húfur, sokkar, teppi og bleyjubuxur ásamt samfellum, treyjum, buxum, handklæðum og taubleyjum. Hópurinn hefur sent frá sér alls um 680 pakka frá því á síðasta ári.

26. jan. 2012 : Hlý og falleg föt fyrir neyðaraðstoð í Hvíta Rússlandi

Það er alltaf jafn gaman þegar sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag koma saman og pakka fallegu fötunum sem þeir hafa saumað, prjónað eða heklað.  Í gær var pakkað fyrir 0-12 mánaða börn í Hvíta Rússlandi, en þar er mikil þörf fyrir hlýjan og góðan fatnað enda mikil fátækt í landinu og vetrarhörkur miklar.

28 pakkar voru fullkláraðir eftir daginn, en 20 aukapakkar bíða þess að fá sokkapar eða hlýja peysu og verða þá sendir af stað.

14. mar. 2011 : 50 ungbarnapakkar

Það er alltaf líf í tuskunum þegar prjóna- og saumakonur í verkefninu Föt sem framlag pakka afrakstri undanfarna mánaða í ungbarnapakkana.  Áðan kom hópurinn saman og pakkaði 50 pökkum fyrir Malaví og Hvíta Rússland.

Ungbarnapakkarnir (fyrir 0-12 mánaða) eru sendir til barna og fjölskyldna í Malaví og Hvíta Rússlandi í neyð.  Í hverjum pakka eru 2 peysur, 2 samfellur, 4 taubleiur, húfa, teppi, handklæði, 2 sokkapör og buxur svo það eru ófá handtökin sem liggja að baki hverjum pakka.  Saumað er upp úr efnum, gömlum sængurverum og fleiru sem berst Fatasöfnun Rauða krossins. 

, 2 sokkapör og buxur svo það eru ófá handtökin sem liggja að baki hverjum pakka.  Saumað er upp úr efnum, gömlum sængurverum og fleiru sem berst Fatasöfnun Rauða krossins. 

Alltaf vantar garn til að prjóna upp úr.  Ef þið vitið um garnafganga sem liggja á lausu þá er tekið á móti þeim í Þverholti 7 með miklum þökkum.  Allar tegundir af garni og afgöngum breytast í hlý og falleg föt í meðförum þessa hugvitssömu kvenna!

Prjónahópur er í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 alla þriðjudaga kl. 13.  Endilega kíkið við og prjónið með okkur.  Garn og prjónar á staðnum.

24. feb. 2010 : Hlýja frá Íslandi í hvítrússneska kuldann

Kuldinn byrjar að nísta um leið og við stígum út úr Lada bílnum, sem hlýtur að vera frá Sovéttímanum. Í fanginu er hlýja frá Íslandi.

10. feb. 2010 : Nærbuxur úr notuðum handklæðum

Hópur sjálfboðaliða Árnesingadeildar sem starfar við verkefnið Föt sem framlag hittist í húsnæði deildarinnar annan hvern miðvikudag. Þegar sjálfboðaliðarnir sem eingöngu eru konur hittust eftir jólafrí var greinilegt að þær höfðu ekki setið auðum höndum yfir hátíðarnar.

Konurnar prjóna og sauma húfur, peysur, teppi, nærföt, peysur úr allskonar notuðum bolum og einstaklega góðar nærbuxur úr notuðum handklæðum og teygjulökum. Teygjurnar eru meira að segja endurnýttar.

Í desember sendi Rauði kross Íslands tvö þúsund ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en  Árnesingadeildin gaf 325 pakka í þá sendingu.

17. des. 2009 : Gott ár hjá sjálfboðaliðunum í verkefninu Föt sem framlag

Í ár útbjuggu sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag 637 fatapakka með ungbarnafötum sem síðan voru sendir til fjölskyldna og barna í neyð. Pakkarnir fara venjulega til Malaví en stór hluti af afrakstrinum á þessu ári fór til Hvíta-Rússlands núna í desember þar sem Rauða krossi Íslands hafði í nóvember borist neyðarbeiðni frá Rauða krossinum þar í landi. Tvö þúsund pakkar voru sendir til Hvíta-Rússlands að þessu sinni.

3. des. 2009 : Hjálpargögnum pakkað í gám til Hvíta Rússlands

Eftir helgi sendir Rauði krossinn gám til Hvíta Rússlands með tvö þúsund ungbarnapökkum, sem sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land hafa verið að útbúa undanfarnar vikur. Sjálfboðaliðar setja þessa pakka, flísteppi og skó í gáminn í dag kl. 11 í fatasöfnun Rauða krossins að Skútuvogi 1.

Rauði krossinn í Hvíta Rússlandi dreifir hjálpargögnunum til munaðarleysingjahæla og til barnmargra, fátækra fjölskyldna, einkum til sveita. Hluti teppanna verður settur í vöruhús til dreifingar til þolenda hamfara af ýmsu tagi.

Vetur eru harðir í Hvíta Rússlandi og þar býr fjöldi fjölskyldna í örbirgð. Húshitunarkostnaður hefur hækkað verulega, laun hafa lækkað og félagsleg vandamál aukist.

2. des. 2009 : 100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!

Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.

Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.

 

30. nóv. 2009 : Föt frá Álftanesi til Hvíta Rússlands

Álftanesdeild Rauða krossins og Félag eldri borgara á Álftanesi hafa unnið saman frá því í byrjun október að útbúa ungbarnapakka sem senda á með gámi til Hvíta Rússlands nú í desember.

Á milli 10-15 eldri borgarar hafa setið við að prjóna og sauma síðustu tvo mánuði og eins hefur verið leitað til foreldra barna á leikskólum á Álftanesi til að safna fötum sem einnig fara í gáminn.

Á föstudaginn komu saman allir þeir sem standa að verkefninu í Litla Koti húsnæði FEBÁ til að pakka fötunum í sérstaka poka til að afhenda þá til sendingar.

26. okt. 2009 : Ungbarnaföt óskast í neyðarpakka til Hvíta-Rússlands

Rauða krossi Íslands barst nýlega neyðarbeiðni frá Rauða krossinum í Hvíta-Rússlandi þar sem óskað var eftir 2.500 ungbarnapökkum. Í pökkunum eru föt fyrir börn á aldrinum 0-12 mánaða; peysur, teppi, sokkar, húfur, buxur, handklæði, samfellur, taubleyjur, bleyjubuxur og treyjur. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar munu leggja sitt af mörkum og pakka fötum sem hafa borist deildinni og sjálfboðaliðarnir prjónað síðustu mánuði.

Til að geta pakkað sem flestum pökkum óskar deildin eftir ungbarnafötum fyrir 0-12 mánaða. Hægt er að koma með föt í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11 en hún er opin virka daga frá kl. 10-16. Fötin þurfa að berast deildinni fyrir 25. nóvember.

15. okt. 2009 : Neyðarbeiðni frá Hvíta-Rússlandi

Á dögunum barst Rauða krossi Íslands neyðarbeiðni frá Rauða krossinum í Hvíta-Rússlandi um 2.500 ungbarnapakka. Hafnarfjarðardeild biðlar því til allra sem geta tekið þátt í að prjóna eða sauma peysur, húfur, vettling og buxur fyrir börn 1 árs og yngri. Tilvalið er að sauma uppúr gömlum flísteppum sem fólk er hætt að nota eða örðu sem fellur til.

Afrakstrinum má skila til Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins, Strandgötu 24 (gengið inn frá Fjarðargötu) fyrir lok nóvember. Við munum sjá um að pakka fötunum og koma þeim til Rauða kross félaga okkar í Hvíta-Rússlandi.

Fram kemur í máli Oglu Lukashkovu hjá Rauða krossi Hvíta-Rússlands að pökkunum verði dreift til heimila fyrir munaðarlaus börn og  til stofnana fyrir veik og fötluð ungabörn. Einnig verður farið með pakka til fátækra fjölskylna með nýfædd börn í afskekktum þorpum. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi mun sjá um dreifingu fatapakkanna.

Í Hvíta-Rússlandi búa tíu milljónir manna og þar eru vetur mjög harðir. Frostið fer niður í 20 gráður.  Sökum fátæktar og vetrahörku geta aðstæður því verið mjög erfiðar á heimilum fyrir munaðarlaus eða fötluð börn og á heimilum tekjulágra fjölskyldna.

Hafnarfjarðardeild vonar að Hafnfirðingar taki vel í þessa söfnun og leggi sitt af mörkum til að aðstoða fólk í neyð í Hvíta-Rússlandi.