14. mar. 2011 : 50 ungbarnapakkar

Það er alltaf líf í tuskunum þegar prjóna- og saumakonur í verkefninu Föt sem framlag pakka afrakstri undanfarna mánaða í ungbarnapakkana.  Áðan kom hópurinn saman og pakkaði 50 pökkum fyrir Malaví og Hvíta Rússland.

Ungbarnapakkarnir (fyrir 0-12 mánaða) eru sendir til barna og fjölskyldna í Malaví og Hvíta Rússlandi í neyð.  Í hverjum pakka eru 2 peysur, 2 samfellur, 4 taubleiur, húfa, teppi, handklæði, 2 sokkapör og buxur svo það eru ófá handtökin sem liggja að baki hverjum pakka.  Saumað er upp úr efnum, gömlum sængurverum og fleiru sem berst Fatasöfnun Rauða krossins. 

, 2 sokkapör og buxur svo það eru ófá handtökin sem liggja að baki hverjum pakka.  Saumað er upp úr efnum, gömlum sængurverum og fleiru sem berst Fatasöfnun Rauða krossins. 

Alltaf vantar garn til að prjóna upp úr.  Ef þið vitið um garnafganga sem liggja á lausu þá er tekið á móti þeim í Þverholti 7 með miklum þökkum.  Allar tegundir af garni og afgöngum breytast í hlý og falleg föt í meðförum þessa hugvitssömu kvenna!

Prjónahópur er í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 alla þriðjudaga kl. 13.  Endilega kíkið við og prjónið með okkur.  Garn og prjónar á staðnum.