Gefðu skólatöskunni nýtt líf

16. júl. 2014

Gefðu gömlu skólatöskunni nýtt líf. Rauði krossinn í samstarfi við A4 stendur fyrir söfnun á nothæfum skólatöskum 15. - 31. júlí. Í skiptum fyrir notaða skólatösku fær viðkomandi 3000 kr inneign hjá A4 upp í nýja tösku. Notuðu skólatöskurnar munu nýtast börnum hér á Íslandi sem búa við erfiðar aðstæður og einnig mun Rauða krossins senda töskur til barna í Hvíta-Rússlandi.