Flog

2. feb. 2012

Ástæður floga/krampa geta verið af ýmsum toga s.s. flogaveiki, eitrun, hár hiti, rafmagnsslys, heilaáverkar og blóðsykurskortur.

Hvað sérðu?
· Einstaklingurinn stífnar upp og líkaminn kippist til.
· Augun geta leitað upp á við.
· Viðkomandi gæti verið með nisti þar sem sjúkdómsgreiningin kemur fram.

Hvað gerirðu?
· Verðu viðkomandi fyrir meiðslum og tryggðu að ekkert hefti öndun.
· Reyndu að leggja viðkomandi á hliðina.
· Vertu hjá viðkomandi þar til kastið líður hjá og leyfðu honum að sofa eftir kastið.
· Ef viðkomandi er með flogaveiki og flogið hættir eftir 1-2 mínútur er ef til vill óþarfi að hringja í 112.