Sykursýki

31. jan. 2012

Sykursýki er afleiðing þess að insúlín í líkamanum er annað hvort ekki nægilegt eða ekki virkt. Sykursýki er af tvennum toga: Gerð I kallast insúlínháð sykursýki og gerð II insúlínóháð sykursýki eða fullorðinssykursýki. 

Líkaminn er stöðugt að reyna að gæta jafnvægis milli sykurs og insúlíns. Hjá sykursjúkum getur of mikið insúlín og ónógur sykur valdið snögglegu lífshættulegu blóðsykursfalli. Of mikill sykur og ónógt insúlín leiðir hins vegar til ofgnóttar blóðsykurs og dái.

Hvað sérðu við blóðsykurfall?
· Breyting á hegðun og meðvitund, viðkomandi getur virst ölvaður. 
· Árásarhneigð, óróleiki, jafnvægisleysi.
· Reiði, skapvonska.
· Húðfölvi. 
· Skyndileg svengd. 
· Mikill sviti og skjálfti. 
· Meðvitundarleysi.
· Krampar.


Hvað gerirðu?
· Gefðu viðkomandi sykur, djús, gos eða sykurmola, sé hann með meðvitund.
· Hringdu strax í 112 ef sjúklingurinn getur ekki kyngt eða missir meðvitund.