Eitranir - Varasamar plöntur innlendar og erlendar

3. feb. 2012

Fæstir kunna að greina varasamar jurtir.

Hvað gerirðu?
• Hringdu í Neyðarlínuna 112 og fáðu samband við Eitrunarmiðstöðina. Þeir sem snert hafa eitraðar plöntur ættu að þvo eitrið af sér eins fljótt og mögulegt er. Margir vita þó ekki að þeir hafa snert eitraðar plöntur fyrr en nokkrum klukkustundum eða jafnvel dögum síðar þegar kláði og útbrot gera vart við sig. Notaðu sápu og kalt vatn eða própanól til að þvo af olíukennda kvoðu. Uppleyst efnið er best að skola af með miklu vatni. Föt þarf að þvo nokkrum sinnum áður en þau eru notuð aftur en mörg olíukennd eiturefni leysast illa upp í vatni.
• Í vægum tilfellum máttu láta viðkomandi leggjast í volgt baðvatn og þvo sér vel. Sturta er þó æskilegri í eitrunartilfellum.
• Í vægum eða meðalalvarlegum eitrunartilfellum skaltu bregðast við eins og í lið 2. en ef til vill getur læknir ávísað vægu sterasmyrsli sem bera má á húð til að draga úr bólgu.
• Í alvarlegum tilfellum skaltu meðhöndla húðina eins og lýst var í 3. lið en þá gæti læknir einnig ávísað á sterkari smyrsl eða annarskonar meðferð.