Hundaæði

3. feb. 2012

Mannfólk getur smitast af hundaæði. Veiran sem veldur hundaæði smitast frá einu dýri til annars með munnvatni, oftast með biti eða sleikjum. Hundaæði er þó ekki þekkt hér á landi og sjaldgæft í nágrannalöndum. Hundabiti þarf þó að taka með varúð.

Hvað sérðu?
Einkenni þess að dýr sé mögulega sýkt af hundaæði eru að dýrið ráðist á einhvern að tilefnislausu og það sé ólíkt sjálfu sér (vinalegur hundur til dæmis orðinn árásargjarn, villtur refur virst auðsveipur og vinalegur). Þær tegundir dýra sem oft er sýktar af hundaæði eru skunkur, þvottabjörn og leðurblaka.

Hvað gerirðu?
• Leitaðu læknis. Ef fólk er bitið af ókunnugum hundi eða ketti erlendis skal gera ráð fyrir hættu á hundaæði. Mikilvægt er að tilkynna árásina til lögreglu eða dýraeftirlits og láta handsama dýrið til að hægt sé að skoða það. Lendi fólk í að vera bitið erlendis af skunki, þvottabirni, leðurblöku eða refi skal gera ráð fyrir hættu á hundaæði og hefja meðferð án tafar. Strax og dýrið hefur verið handsamað á að lóga því og fara með dýrið á viðurkennda rannsóknarstofu.
• Þvoðu sárið með sápuvatni og skolaðu það undir vatnsbunu.
• Stöðvaðu blæðingu og búðu um sárið.
• Leitaðu læknishjálpar varðandi frekari hreinsun á sárum og hugsanlega sprautu gegn stífkrampa. Læknirinn ákveður hvort sauma þurfi sárið saman. Ef þörf krefur ber að hefja sprautumeðferð gegn hundaæði.