Öryggi í umferðinni

3. feb. 2012

Ef umferðaslysum á að fækka þurfa bílstjórar að draga úr ökuhraða, keyra með nægjanlegt bil á milli bíla og vera alsgáðir. Besta leiðin til að draga úr líkum á alvarlegum áverkum á ökumönnum og farþegum eftir umferðarslys er að þeir noti ávalt viðeigandi öryggisbúnað

Öryggisbelti
Bílbeltin eru mikilvægasti öryggisbúnaðurinn í bílum. Annar öryggisbúnaður svo sem loftpúðar, ABS bremsur og ESP kerfi gera lítið gagn ef bílbelti eru ekki notuð.

Sjö af hverjum tíu einstaklingum sem lenda í umferðaóhöppum sleppa við meiðsl hafi þeir notað bílbelti, líkurnar á að fólk sem notar bílbelti slasist alvarlega eru um 10%. Hættan á því að fólk láti lífið í bílslysi er fjórum sinnum meiri hjá þeim sem ekki nota belti.

Loftpúðar
Loftpúðar draga úr líkunum á því að fólk láti lífið í umferðaslysi, um 20 prósent, en eingöngu ef bílbelti eru notuð.

Höfuðpúðar
Höfuðpúðar í bílum draga úr líkum á dauðaslysum um 5-10 %.

Við aftanákeyrslur draga höfuðpúðar úr líkunum á því að fólk fái áverka á háls, auk þess sem höfuðpúðar minnka líkur á alvarlegum hálsáverkum.

Höfuðpúðar eru oft rangt stilltir. Höfuðpúði á að vera þannig stilltur að púðinn styðji við höfuðið ekki hálsinn. Bilið á milli höfuðs og púðans á að vera eins lítið og mögulegt er. Hvirfilinn á að nema við eftir hluta púðans. Bilið á milli höfuðpúðans og hnakkans skal vera um handarbreidd.

Önnur öryggisatriði í bílnum
Gott er að nota blikkljósin í bílnum til að tryggja öryggi á slysstað.

Viðvörunarþríhyrningar eru til þess gerðir að afmarka slysavettvang á vegum úti og aðvara aðvífandi umferð. Á vegum í bæjum og borgum eiga viðvörunarþríhyrningar að vera um 50 metra frá slysinu en á þjóðvegum um 100 – 200 metra frá slysstað.

Varhugavert er að hafa lausa hluti í bílum svo sem eins og við bakrúðuna eða á mælaborðinu. Allt lauslegt í bílnum á að vera spennt niður eða því komið fyrir í hólfum eða vösum. Ef bremsa þarf snarlega geta léttir hlutir þeyst um bílinn með ofurkrafti og margfalda þannig þyngd sína. Til dæmis verður hálfs lítra flaska full af vatni 30 sinnum þyngri eða um 45 kg þegar hún kastast til við árekstur.