Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví
Hluti af alnæmisverkefni Rauða krossins í Malaví felst í jafningjafræðslu um alnæmi og smitleiðir þess.
Rauði kross Íslands styrkir nemendur til framhaldsnáms í Malaví
Rauði kross Íslands styður rúmlega 200 grunnskólabörn til mennta í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví. Félagið styður einnig tvö ungmenni til náms við Náttúru- og auðlindaframhaldsskólann í Lilongve.
Stuðningur Rauða kross Íslands við munaðarlaus og önnur bágstödd börn í Malaví
Alnæmi et eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum í suðurhluta Afríku, og frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að takast á við erfiðleikana.
Tombóluframlag íslenskra barna til hjálpar börnum í Malaví
Tombólubörn Rauða krossins geta verið stolt af starfi sínu á árinu 2008. Börnin söfnuðu um 600.000 krónum til hjálpar börnum í forskólum í Chiradzulu og Mwanza héraði í suður-Malaví. Þar hefur Rauði kross Íslands stutt við alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins undanfarin ár. Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi starfar í Malaví.
Í Chiradzulu héraði eru þrír forskólar sem njóta stuðnings Rauða krossins. Það var einlæg ósk umönnunaraðila í skólunum að fá fleiri útileiktæki fyrir börnin. Var því ákveðið að hluti af framlagi tombólubarna yrði varið til kaupa á rólum, vegasalti, hringekju og rennibraut.
Í Mwanza héraði styður malavíski Rauði krossinn fjóra forskóla. Umönnunaraðilar þar og sjálfboðaliðar Rauða krossins óskuðu einnig eftir að nýta framlag tombólubarna á Íslandi til að kaupa timbur í vegasölt og rennibrautir, reipi í rólur, stóla, hillur og efni til að búa til tuskudúkkur fyrir börnin. Öll eru leiktækin framleidd í héruðunum.
Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví
Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð vegna alnæmisverkefnis í Nkalo í Chiradzulu héraði í suðurhluta landsins.
Verkefni til að bæta matvælaöryggi í Malaví
Rauði kross Íslands hefur um nokkurra ára skeið stutt alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví.
Fatapakkar frá sjálfboðaliðum Rauða kross Íslands til Malaví
Rauði kross Íslands sendi gám með notuðum fatnaði og vörum sem skortur var á til malavíska Rauða krossins í nóvember 2008.