5. okt. 2010 : Alnæmisleikþættir til fræðslu í Malaví

Hlutfall alnæmissmitaðra í Malaví hefur lækkað úr 14,4 prósentum í 12 síðan 2007. Íslenski Rauði krossinn hefur aðstoðað heimamenn, kennt þeim að rækta grænmeti og uppfrætt þá um smitleiðir með leikþáttum í stíl Spaugstofunnar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 05.10.2010.

2. okt. 2010 : Himnarnir hrundu

Caroline Seyani missti móður sína þegar hún var fimmtán ára gömul. Föður sinn þekkti hún aldrei. Hún er einn skjólstæðinga Rauða kross Íslands í Malaví og Fréttablaðið birtir hér brot úr sögu hennar. Sigríður Björg Tómasdóttir tók saman.