„Núna get ég ræktað sveppi og tómata“

13. mar. 2012

„Ég er bjartsýnn á framtíðina,“ segir Mejoe Langson. Rúmlega einn af hverjum tíu íbúum í Malaví er smitaður af alnæmisveirunni og Mejoe er því miður í þeim stóra hópi. En samt er hann bjartsýnn.

Fólk sem er smitað af alnæmi í Chiradzulu-héraði í Malaví fær nú aðstoð frá Rauða krossinum við að koma sér upp matjurtagörðum. Fólk þarf að nærast vel til þess að lyfin sem gefin eru til að halda alnæmisveirunni í skefjum virki sem skyldi.

„Við höfum fengið áburð og útsæði og við höfum líka lært mikið um hvernig  sé best að rækta grænmeti,“ segir  Mejoe. „Núna get ég til dæmis ræktað sveppi og tómata,“ bætir hann við. Mejoe segir að hann hafi auk þess fengið fræðslu um næringargildi matvæla sem komi sér vel.

Þessi aðstoð er fjármögnuð af Rauða krossi Íslands – m.a. með reglulegum framlögum frá mannvinum Rauða krossins.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um starf Rauða krossins í Malaví.