Viltu vinna ferð til Afríku?

23. okt. 2013

Viltu vinna ferð til Afríku?

Taktu þátt í áskorun í tengslum við samstarfsverkefni Topps og Rauða krossins sem stendur 18. október - 7. nóvember og þú getur unnið ferð til Malaví í sunnanverðri Afríku.

Áskorunin er í gangi í 3 vikur, frá 18. október - 7. nóvember og felur í sér að ljúka 30 km göngu eða hlaups innan þessa 3ja vikna tímaramma.

Vífilfell hefur gert samning við Rauða krossinn á Íslandi til næstu þriggja ára og mun fjármagna heilbrigðisverkefni í Masanje-hrepp í Mangochi héraði í suðurhluta Malaví.

Vinningshafinn mun ferðast til Malaví og skoða aðstæður og þá uppbyggingu sem á sér stað fyrir fjármagn sem fæst með sölu Topps á Íslandi.

Ferðin er vikulöng íog verður farin nú í desember. Starfsmaður Rauða krosssins mun fylgja vinningshafanum um svæðið meðan á dvöl hans stendur. Allur ferðakostnaður og undirbúningur er innifalinn.

Allir sem ljúka áskoruninni fá kassa af Topp og verður vinningshafinn tilkynntur fljótlega eftir að áskorun lýkur.

Skelltu þér inná endomondo og taktu áskoruninni!  http://www.endomondo.com/challenges/13007280

1 toppur = 3 lítrar af hreinu vatni til Afríku - Slökktu meira en þinn eigin þorsta

Skoðaðu myndbandið um samstarfsverkefnið hér.