Vatn til Afríku með hverri flösku af Toppi

23. okt. 2013

Drekktu Topp og styrktu um leið brunnagerð í Malaví. Rauði krossinn og Vífilfell hafa gert með sér 3 ára starfssamning um gerð vatnsbrunna í Mangochi héraði í Malaví, og fyrir  hverja flösku sem keypt er af Toppi gefa neytendur um leið þrjá lítra af hreinu vatni í Malaví. 
 
Fjármagnið sem Rauði krossinn fær út úr verkefninu er notað til þess að bora eftir vatni og koma upp brunnum og vatnsdælum við sjö grunnskóla í Masanje í Mangochi-héraði, þar sem ekkert ferskt drykkjarvatn hefur verið að hafa. Allir íbúar svæðisins, um 50.000 talsins, njóta góðs af þessum aðgerðum.
 
Í Afríku sunnan Sahara er öflun vatns undantekningalítið í höndum stúlkna og kvenna. Oft þurfa þær að ganga langar vegalengdir eftir vatni. Þær hafa af þeim sökum mun minni tíma til að sinna heimanámi en piltar.
 
Skoðaðu myndbandið um samstarfsverkefnið hér.