21. nóv. 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

19. júl. 2010 : Tombólustelpur

Þær María Sól Kristjánsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir héldu tombólu fyrir utan Bónus fyrir nokkru.  Söfnuðust þar 4.700 krónur sem þær færðu Rauða krossinum og þökkum við þeim kærlega fyrir framlagið.

Allt tombólufé rennur nú óskipt til hjálpar börnum og fjölskyldum á Haítí og kemur þessi peningur því í góðar þarfir.

7. júl. 2010 : Gleðidagar í Kjósinni

Námskeiðið Gleðidagar hófst í Kjósinni í dag en er það námskeið kennt undir orðatakinu ungur nemur gamall temur.  Um tuttugu krakkar eru á námskeiðinu þar sem þau læra meðal annars að prjóna, fara í heimsókn á Hlaðhamra, hnútabindingar, skyndihjálp, framsögn og ræðumennsku og margt fleira.  Krakkarnir nutu veðurblíðunnar í dag með því að fara út og skoða blóm og fræðast aðeins um þau.

Námskeiðið Gleðidagar stendur út vikuna og er svo Mannúð og menningarnámskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 10-12 ára í næstu viku en það eru nokkur laus pláss eftir á því námskeiði.

7. jan. 2010 : Heimsókn frá Hong Kong

Unglingastarf deildarinnar fékk heimsókn frá Hong Kong.  Susan Yuen kom og hitti meðlimi Móralls og sagði stelpunum frá ungmennastarfinu í Hong Kong. 

10. okt. 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

16. mar. 2006 : Fjölsmiðjan heldur uppá fimm ára afmæli

Fjölsmiðjan, vinnusetur fyrir ungt fólk, fagnaði því í gær að fimm ár eru liðin síðan starfsemin hófst. Fjölsmiðjan er ætluð 16-24 ára ungmennum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að fóta sig á vinnumarkaði eða í skólakerfinu. Ætlunin er að þau fái þjálfun á þeim sviðum er hæfileikar og áhugi þeirra liggja.

Frá því starfsemin hófst hefur hún stækkað og þróast. Nú eru um 50 krakkar í þjálfun í einu í sjö deildum sem eru trésmíðadeild, bíladeild, hússtjórnardeild, pökkun, skrifstofu- og tölvudeild, rafmagnsdeild auk kennslu. Framundan er að stofna sjávarútvegsdeild þar sem stefnt er að því að gera út 150 tonna bát.

Á þessum fimm árum hafa um 260 unglingar fengið þjálfun og um 80% hafa fengið lausn sinna mála. Þau eru nú annað hvort í skóla eða úti á vinnumarkaðnum.

15. mar. 2006 : 6. apríl 2006 Námskeið fyrir Heimsóknarvini Rauða kross Íslands

Námskeið fyrir heimsóknarvini RKÍ 6. apríl 2006

6. des. 2005 : Fréttir vegna neyðarvarna

Það helsta sem er að frétta úr neyðarvörnum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu er að neyðarnefndin var sett í viðbragðsstöðu síðastliðinn sunnudag vegna kanadískrar farþegaþotu sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli á einum hreyfli. Útkallið var afboðað tæpum klukkutíma síðar.