16. mar. 2006 : Fjölsmiðjan heldur uppá fimm ára afmæli

Fjölsmiðjan, vinnusetur fyrir ungt fólk, fagnaði því í gær að fimm ár eru liðin síðan starfsemin hófst. Fjölsmiðjan er ætluð 16-24 ára ungmennum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að fóta sig á vinnumarkaði eða í skólakerfinu. Ætlunin er að þau fái þjálfun á þeim sviðum er hæfileikar og áhugi þeirra liggja.

Frá því starfsemin hófst hefur hún stækkað og þróast. Nú eru um 50 krakkar í þjálfun í einu í sjö deildum sem eru trésmíðadeild, bíladeild, hússtjórnardeild, pökkun, skrifstofu- og tölvudeild, rafmagnsdeild auk kennslu. Framundan er að stofna sjávarútvegsdeild þar sem stefnt er að því að gera út 150 tonna bát.

Á þessum fimm árum hafa um 260 unglingar fengið þjálfun og um 80% hafa fengið lausn sinna mála. Þau eru nú annað hvort í skóla eða úti á vinnumarkaðnum.

15. mar. 2006 : 6. apríl 2006 Námskeið fyrir Heimsóknarvini Rauða kross Íslands

Námskeið fyrir heimsóknarvini RKÍ 6. apríl 2006