19. júl. 2010 : Tombólustelpur

Þær María Sól Kristjánsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir héldu tombólu fyrir utan Bónus fyrir nokkru.  Söfnuðust þar 4.700 krónur sem þær færðu Rauða krossinum og þökkum við þeim kærlega fyrir framlagið.

Allt tombólufé rennur nú óskipt til hjálpar börnum og fjölskyldum á Haítí og kemur þessi peningur því í góðar þarfir.

7. júl. 2010 : Gleðidagar í Kjósinni

Námskeiðið Gleðidagar hófst í Kjósinni í dag en er það námskeið kennt undir orðatakinu ungur nemur gamall temur.  Um tuttugu krakkar eru á námskeiðinu þar sem þau læra meðal annars að prjóna, fara í heimsókn á Hlaðhamra, hnútabindingar, skyndihjálp, framsögn og ræðumennsku og margt fleira.  Krakkarnir nutu veðurblíðunnar í dag með því að fara út og skoða blóm og fræðast aðeins um þau.

Námskeiðið Gleðidagar stendur út vikuna og er svo Mannúð og menningarnámskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 10-12 ára í næstu viku en það eru nokkur laus pláss eftir á því námskeiði.

7. jan. 2010 : Heimsókn frá Hong Kong

Unglingastarf deildarinnar fékk heimsókn frá Hong Kong.  Susan Yuen kom og hitti meðlimi Móralls og sagði stelpunum frá ungmennastarfinu í Hong Kong.