Heimsókn frá Hong Kong

7. jan. 2010

Unglingastarf deildarinnar fékk heimsókn frá Hong Kong.  Susan Yuen kom og hitti meðlimi Móralls og sagði stelpunum frá ungmennastarfinu í Hong Kong. 

Susan útskýrði búninginn sem krakkarnir úti þurfa að vera í og hvernig þeirra hættir og starfsreglur eru.  Rauði krossin í Hong Kong er sá eini í heiminum sem marserar og til þess að fá að vera Rauða kross sjálfboðaliði þarf maður að fara í mikla þjálfun og ná prófum úr t.d. sögu hreyfingarinnar, sögu Rauða krossins í Hong Kong og mannúðarhugsjónum Rauða krossins.

Stelpurnar tóku vel í heimsóknina og furðuðu sig yfir því afhverju Rauði kross Íslands sé ekki með meriháttar búninga eins og hreyfingin í Hong Kong er með.  Búningnum fylgja þó margar reglur og eru búningurinn það virðulegur og formlegur að fólk mætir í brúðkaup í þeim.

Það sem kom stelpunum á óvart var hversu margir eru í hreyfingunni í Hong Kong og það hversu margir notast við jafn stórt húsnæði og deildin okkar á.  Susan talaði um að það væru um það bil 10,000 manns sem notuðust við jafn stórt húsnæði og okkar.  Hún minntist líka á fundartímana hjá þeim í Hong Kong og áttu stelpurnar erfitt með að ýminda sér að vera á ungmennafundi alla sunnudaga frá 10 að morgni framm yfir hádegi og á föstudögum langt langt fram á kvöld.  Því þeirra regla er sú að það sé ekki farið fyrr en búið sé að ræða allt sem átti að ræða á fundinum.

Við minnum á að fundirnir hjá okkur eru alltaf á fimmtudögum kl. 18.00 til 19.30, endilega kíktu við ;)

Það er mynd vistuð sem Hong Kong visit í myndaalbúminu hérna inná soloweb (ég held að hún sé undir ungmennastarf (þeirri möppu)).