Gleðidagar í Kjósinni

7. júl. 2010

Námskeiðið Gleðidagar hófst í Kjósinni í dag en er það námskeið kennt undir orðatakinu ungur nemur gamall temur.  Um tuttugu krakkar eru á námskeiðinu þar sem þau læra meðal annars að prjóna, fara í heimsókn á Hlaðhamra, hnútabindingar, skyndihjálp, framsögn og ræðumennsku og margt fleira.  Krakkarnir nutu veðurblíðunnar í dag með því að fara út og skoða blóm og fræðast aðeins um þau.

Námskeiðið Gleðidagar stendur út vikuna og er svo Mannúð og menningarnámskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 10-12 ára í næstu viku en það eru nokkur laus pláss eftir á því námskeiði.