Tombólustelpur

19. júl. 2010

Þær María Sól Kristjánsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir héldu tombólu fyrir utan Bónus fyrir nokkru.  Söfnuðust þar 4.700 krónur sem þær færðu Rauða krossinum og þökkum við þeim kærlega fyrir framlagið.

Allt tombólufé rennur nú óskipt til hjálpar börnum og fjölskyldum á Haítí og kemur þessi peningur því í góðar þarfir.