29. des. 2005 : Tónleikar í kvöld til styrktar Pakistan

Fjölskylda í Kasmír. Alertnet.org
Styrktartónleikar fyrir fórnalömb jarðskjálftans í Pakistan verða haldnir í Austurbæ í kvöld 29. desember klukkan 21.00. Tónleikarnir eru í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins og mun allur ágóði renna í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.

Miðinn kostar 2.500 kr. og er hægt að nálgast á midi.is eða í Austurbæ kl. 13-17.

Meðal listamanna sem koma fram og gefa vinnu sína eru: Jagúar, Milljónamæringarnir ásamt Páli Óskari og Bogomil Font, Ragnheiður Gröndal, Stebbi og Eyvi, Leaves, Ske og Brynhildur Guðjónsdóttir.

29. des. 2005 : Gott framtak í þágu fórnarlamba í Pakistan

Garðar og Fanney fjalla um starf sjálfboðaliða og margvíslegan stuðning við mannúðarstarf Rauða krossins.

27. des. 2005 : Eftir tsunami

Stutt útgáfa að þessari grein birtist í Tímariti Morgunblaðsins þann 24.12.2005, en hér birtist hún í fullri lengd.

27. des. 2005 : Enduruppbygging hefur forgang í fimm ára aðgerðaráætlun á flóðavæðunum í Asíu

Maður frá Pottuvil í Sri Lanka situr fyrir utan ónýtt hús sitt. Flóðbylgjan varð þúsundum manna að bana í Pottuvil.
Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið út endurskoðaða aðgerðaráætlun til að aðstoða fórnarlömb flóðanna hrikalegu við Indlandshaf 26. desember 2004 sem urðu a.m.k. 227 þúsund manns að bana. Yfir 2,2 milljónir manna urðu á einhvern hátt fyrir þessum flóðum.

Gefin hefur verið út fimm ára áætlun sem gerir ráð fyrir að jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna verði sett í hjálparstarf, þar sem 54% þessara fjármuna fara í enduruppbyggingu á húsnæði og lífsviðurværi fólks.

19. des. 2005 : Nemendur í MK halda styrktartónleika fyrir Pakistan

Nemendur úr MK í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem er kenndur í Menntaskólanum í Kópavogi, komu fyrir stuttu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins og fengu kynningu á hjálparstarfi Rauða krossins. Nína Helgadóttir fræddi nemendurna og kennarann þeirra, Hjördísi Einarsdóttur, um hjálparstarf Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan 8. október síðastliðinn.

Sú hugmynd hefur nú kviknað meðal nemenda MK að halda tónleika 29. desember til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ kl. 21 og miðaverð er 2.500 kr.

16. des. 2005 : Söfnuðu 153.388 krónum fyrir Pakistan

Sigurður Björgvinsson skólastjóri Víðistaðaskóla afhendir Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins afrakstur söfnunar nemenda og starfsmanna.

Föstudaginn 16. desember afhentu nemendur og starfsmenn Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Rauða krossinum afrakstur af söfnun sem þau héldu til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Pakistan.

Hugmyndina að söfnuninni átti Bryndís Skúladóttir sérkennari við skólann og var markið sett á að allir nemendur gæfu 100 kr. og allir starfsmenn 1000 kr. Í skólanum eru 480 nemendur og 70 starfsmenn sem söfnuðu 153.388 kr. og náðu því að safna töluvert hærri upphæð en stefnt var að. Það ríkti því sannkölluð hátíðarstemning á sal skólans er Sigurður Björgvinsson skólastjóri afhenti Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands peningana við dúndrandi lófaklapp nemenda.

23. nóv. 2005 : Rauði krossinn kemur með ný tjöld til að veita fórnarlömbum flóðbylgnanna skjól fyrir monsúnrigningum

Maude er upplýsingafulltrúi Alþjóða Rauða krossins í SA- Asíu. Þorkell Þorkelsson tók myndirnar.

18. nóv. 2005 : Framlag til Pakistan í stað jólaskreytinga

Það verður minna um jólaskreytingar hjá íbúum í Miðleiti 5-7 þetta árið en í staðinn hjálpa þau fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan.
Húsfélagið Gimli Miðleiti 5-7 ákvað að gefa fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan 50 þúsund krónur í stað þess setja jólaseríu á sameign hússins eins og gert hefur verið undanfarin ár.

?Við fengum upplýsingar um hvað þetta kostaði okkur og ákváðum að gefa frekar peningana til fólksins í Pakistan,? segir Birgir Þorgilsson formaður húsfélagsins, ? og við vonum að fleiri geri slíkt hið sama,? segir Birgir jafnframt.

17. nóv. 2005 : Rauði krossinn treystir á konur í heilbrigðisgeiranum til að bæta heilbrigðiskerfið í Pakistan

Asnar eru notaðir við dreifingu tjaldanna í Balakot og nágrannaþorpin.
Alþjóða Rauði krossinn hefur hafið dreifingu tjalda og annarra nauðsynja til um 200 kvenna í heilbrigðisgeiranum í Pakistan sem búa víðs vegar í norðvesturhéraðinu þar sem jarðskjálftinn 8. október hafði mest áhrif. Yfirleitt veita þessar konur heilbrigðisþjónustu til afskekktra fjallaþorpa en margar þeirra hafa ekki getað haldið henni úti eftir jarðskjálftann. Stuðningur Alþjóða Rauða krossins tryggir að konurnar geti haldið henni úti frá 200 mismunandi stöðum í héraðinu.

Konurnar eru hluti af heilbrigðisneti landsins og hafa fengið þjálfun í að veita grunnþjónustu og fyrstu hjálp, taka þátt í að fræða fólk um hreinlæti og forvarnir gegn sjúkdómum. Þá veita þær einnig mikilvæga þjónustu hvað varðar heilsu kvenna.

15. nóv. 2005 : Pakistan - lífsauðs gætt í grjótinu

Sólveig er sendifulltrúi í Pakistan og vinnur sem upplýsingafulltrúi.

14. nóv. 2005 : Útbreiðsla sjúkdóma ógnar fórnarlömbum jarðskjálftans

Sólveig er sendifulltrúi í Pakistan og vinnur sem upplýsingafulltrúi.

10. nóv. 2005 : Hægt er að koma í veg fyrir verulegt mannfall

Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður (fyrir miðju) hlúir að slösuðu barni. Faðir barnsins stendur hjá.

Hægt er að koma í veg fyrir dauða þúsunda manna ef aðstoð berst í tíma að sögn framkvæmdastjóra Alþjóða Rauða krossins, Markku Niskala. ?Það er hægt að koma í veg fyrir verulegt mannfall ef við fáum þann stuðning frá alþjóðasamfélaginu sem nauðsynlegur er nú þegar veturinn er að ganga í garð,? segir Markku. Enn vantar rúmlega helming upp í 7 milljarða króna neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins svo hægt sé að koma fólki í skjól og veita læknisaðstoð í tæka tíð.

Tæplega 30 þúsund manns hafa fengið læknisaðstoð á vegum Alþjóða Rauða krossins og pakistanska Rauða hálfmánans. Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður er í þyrluteymi Rauða krossins. ?Það eru allir vegir í sundur og ekki hægt að fara um á sjúkrabílum og við verðum því að flytja fólkið í þyrlu,? segir Jón.

7. nóv. 2005 : Hjálpargögn eru góð en vilji til að lifa ræður úrslitum

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 02.11.2005
Jón Sigurður er blaðamaður

2. nóv. 2005 : Reykjavíkurborg gefur 5 milljónir til neyðarhjálpar í Pakistan

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Í morgun afhenti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fimm milljónir króna til söfnunar Rauða kross Íslands vegna hamfaranna í Pakistan.

?Þetta rausnarlega framlag færir okkur umtalsvert nær takmarki okkar um að veita 50 milljónum króna til hjálparstarfsins í Pakistan,? segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

Með framlagi Reykjavíkurborgar hafa nú safnast um 45 milljónir króna til neyðarhjálpar í Pakistan frá almenningi, ríkisstjórn og úthlutun úr neyðarsjóði Rauða kross Íslands. Takmarkið er að veita 50 milljónum króna til hjálparstarfsins í Pakistan. Nú vantar fimm milljónir króna upp á að það takmark náist.

27. okt. 2005 : Mörg þúsund fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan gætu dáið úr vosbúð

Það er erfitt fyrir börn að skilja hvað lífið getur breyst á örskotsstundu.
Mörg þúsund fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan gætu dáið ef þeir sem veikastir eru fyrir fá ekki nauðsynlega hjálp fyrir veturinn, segir í frétt frá Alþjóða Rauða krossinum. Kallað er eftir langtíma fjárframlögum til að gera aðstoðina mögulega.

Talið er að það þurfi allt að átta milljarða króna til að aðstoða Rauða hálfmánann í Pakistan við að veita hjálp á þeim svæðum sem verstu urðu úti, einkum þeim afskektustu. Aðeins tæplega þriðjungur þessarar upphæðar hefur skilað sér en von er á meiru fljótlega. Meira fjármagn er hins vegar bráðnauðsynlegt ef hjálpin á að bera árangur til lengri tíma litið, að því er fram kemur í máli Juan Manuel Suárez del Toro forseta Alþjóða Rauða krossins.

26. okt. 2005 : Dagbók hörmunga

Raza vinnur við hjálparstarfið í Pakistan og heldur dagbók.

26. okt. 2005 : Læknisaðstoð í hjarta neyðarinnar

Spítali Rauða krossins í Muzaffarabad.
Mynd: Alþjóða Rauði krossinn / Jón Björgvinsson
Alþjóða Rauði krossinn hefur nú sett upp spítala sem rúmar 100 manns í Muzaffarabad, Kasmírhéraði í Pakistan. Spítalinn samanstendur af 30 tjöldum og er staðsettur á krikket-velli í miðbæ Muzaffarabad en þar starfa Finnar og Norðmenn eins og er.

?Fólkinu er sinnt hér á staðnum enda gefur staðsetning spítalans fjölskyldum kost á að vera saman. Það hefur reynst mjög erfitt fyrir foreldra að láta börnin sín í læknishendur í Islamabad ef þeir þurfa svo sjálfir að vera eftir í Muzaffarabad,? segir Jón Björgvinsson sem vinnur með Alþjóða Rauða krossinum í Muzaffarabad. ?Á spítalanum geta meðal annars farið fram röntgen-myndatökur og skurðlækningar.?

21. okt. 2005 : Þjáningar í Shamlai

Saga um þjáningar fólksins í þorpinu Shamlai í Pakistan.

21. okt. 2005 : Rauði krossinn veitir 20 milljónum króna úr neyðarsjóði til Pakistans

Stjórn Rauða kross Íslands ákvað í dag að veita 20 milljónum króna úr neyðarsjóði félagsins til hjálparstarfsins eftir jarðskjálftana í Pakistan. Nú stefnir í að manntjón af kulda og vosbúð verði engu minna en í sjálfum skjálftanum 8. október.

Hundruð þúsunda manna ? karlar, konur og börn - hafa ekkert skjól og vetur er genginn í garð. Eftir því sem á líður verður næturkuldinn meiri í fjallahéruðum á skjálftasvæðunum í Kasmír.

?Fyrir 20 milljónir króna er hægt að kaupa hlý vetrartjöld fyrir næstum fimm þúsund manns,? segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri. ?Rauði krossinn skorar á fjölskyldur að hringja í söfnunarsímann 907 2020 og gefa þannig eitt þúsund krónur.?

21. okt. 2005 : Gríðarleg þörf fyrir læknishjálp

Borgin Balakot varð fyrir gríðarlegum skemmdum í jarðskjálftanum.

20. okt. 2005 : Fjármagn nauðsynlegt til að tryggja að nauðsynleg aðstoð nái til fórnarlamba jarðskjálftanna

Verið að flytja sært fólk frá Muzaffarabad til Islamabad.
Mynd: Alþjóða Rauði krossinn /Jón Björgvinsson. 
Á meðan ástandið á skjálftasvæðunum versnar dag frá degi hefur Alþjóða Rauði krossinn áhyggjur af litlum viðbrögðum við beiðni samtakanna um stuðning við hjálparstarfið í norðurhluta Pakistan, Indlands og Afghanistan. Aðeins hefur náðst að afla 33,7% af þeim 73 milljónum svissneskra franka (um 3,4 milljarðar íslenskra króna).

Þúsundir fórnarlamba búa enn undir berum himni í miklum næturkulda. Sumir eru alvarlega slasaðir og jafnvel með sár sem drep hefur komist í. Aðgangur að hreinu vatni er takmarkaður. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu Þjóðunum er talið að um 63 þúsund manns séu slasaðir vegna skjálftanna en aðeins 16 þúsund hafa fengið læknisaðstoð. Börn og eldra fólk er í sérstakri hættu vegna ástandsins.

14. okt. 2005 : Rauði krossinn safnar þrettán milljónum króna vegna hamfara í Pakistan

Blóðbanki pakistanska Rauða hálfmánans útvegar blóð til spítala og heilsugæslustöðva.
Almenningur hefur tekið vel í söfnun Rauða kross Íslands vegna hörmungarsvæðanna í Pakistan. Rúmlega 3.000 manns hafa hringt í söfnunarsímann 907 2020 og einnig hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að leggja fram rúmlega 9 milljónir króna til hjálparstarfs Rauða krossins.

Alþjóða Rauði krossinn hefur nú sent út neyðarbeiðni upp á um 100 milljónir svissneskra franka, eða um fimm milljarða króna, til hjálparstarfsins. Féð verður notað til að aðstoða 150,000 fjölskyldur (750,000 manns), sem voru fórnarlömb jarðskjálftans síðastliðinn laugardag sem náði til norðurhluta Pakistans, Indlands og Afghanistans. Þannig mun Rauði krossinn útvega matvæli, tjöld, teppi, eldurnaráhöld og læknisaðstoð til þeirra sem lifðu jarðskjálftann af og þurfa á aðhlynningu að halda.

11. okt. 2005 : Íslendingar bregðast vel við neyðarkalli frá Pakistan

Kasmírbúar á göngu eftir eyðilögðum götum Sultandaki sem er 80 mílum vestur af Srinager. Reuters/ Danish Ismail, frá www.alertnet.org.
Um 1.500 manns hafa brugðist við neyðarkalli vegna jarðskjálftanna í Pakistan og lagt fram 1.000 krónur hver til hjálparstarfsins með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 907 2020. Þannig hefur safnast um ein og hálf milljón króna á þeim sólarhring sem er liðinn síðan söfnunin hófst.

Alþjóða Rauði krossinn hefur einsett sér að aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, á næstu fjóru mánuðum. Mikil neyð ríkir á hamfarasvæðinu í fjallahéruðum Pakistans og gífurleg þörf er fyrir matvæli, teppi og skjólefni af ýmsu tagi. Talsverðar birgðir eru á staðnum en það sem ekki er til í vöruhúsum Rauða krossins verður keypt í Pakistan.

10. okt. 2005 : Rauði krossinn safnar til hjálparstarfsins á skjálftasvæðum

Hjálparstarfsmenn flytja birgðir frá tyrkneska Rauða hálfmánanum á hjálparsvæðin í Pakistan. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur sameiginlega að hjálparstarfinu. Reuters/Faisal Mahmood, frá www.alertnet.org.

Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun til stuðnings fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Þeir sem vilja gefa eitt þúsund krónur til hjálparstarfsins geta hringt í 907 2020. Einnig er hægt að leggja fram fé af greiðslukorti með því að smella hér.

Hjálparsveitir Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru við störf á skjálftasvæðinu, bæði í Pakistan og á Indlandi. Aðgerðir Rauða krossins til lengri tíma miða að því að aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, til næstu fjögurra mánaða.

Pakistanski Rauði hálfmáninn leiðir hjálparstarfið í Islamabad, þar sem stórhýsi hrundu með skelfilegum afleiðingum.

8. okt. 2005 : Viðbrögð Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Pakistan

Afleiðingar jarðskjálftanna í Pakistan eru skelfilegar. Mynd: Reuters/Mian Kursheed af www.alertnet.org.
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Pakistan í morgun. Fyrstu fréttir herma að upptök skjálftans séu 95 km norðaustur af Islamabad. Skjálftans varð vart á stórum svæðum í Pakistan, Indlandi og Afganistan. 

Rauði kross Íslands er í viðbragðstöðu vegna jarðskjálftanna og starfsmenn félagsins eru í sambandi við höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Genf. Rauði kross Íslands er reiðubúinn að veita þá aðstoð sem leitað er eftir en áherslan er á að nota þann mannafla og birgðir sem eru á staðnum.

Ljóst er að hjálparstarfið verður mjög erfitt þar sem víða er um að ræða afskekkt fjallahéruð þar sem vegir eru lélegir. Fé til fyrstu viðbragða Rauða krossins kemur úr neyðarsjóði Alþjóða Rauða krossins sem Rauði kross Íslands hefur lagt áherslu á að styðja með fjárframlögum.

29. sep. 2005 : Rauði krossinn veitir enn mikla neyðaraðstoð í Bandaríkjunum

Nemendur um allt land í Bandaríkjunum senda fórnarlömbunum uppörvunarkveðjur. Þessi mynd er frá skóla í Bronx í New York.
Rauði kross Bandaríkjanna fæst nú við afleiðingar náttúruhamfara sem urðu af völdum fellibyljanna Katrínar og Rítu. Þjálfaðir hafa verið tugir þúsund sjálfboðaliða til að aðstoða fórnarlömbin. Hundruð þúsund fórnarlamba Rítu þiggur nú aðstoð frá Rauða krossinum.

Yfir 74 þúsund manns hafa leitað skjóls í um 250 neyðarskýlum. Að auki eru 226 skýli enn opin fyrir þau 44 þúsund sem enn þurfa á þeim að halda eftir fellibylinn Katrínu.

27. sep. 2005 : Rauði krossinn ásamt öðrum hjálparstofnunum bregst við neyðinni í Banda Aceh

Neyðarskýli sem þessi hafa verið reist á flóðasvæðunum. Þau eru eingöngu notuð tímabundið meðan byggð eru ný hús.
Þar sem hætta vofir yfir vegna monsúnrigninga og þúsundir fórnarlamba flóðbylgnanna búa í tjöldum sem eru að syngja sitt síðasta mun Alþjóða Rauði krossinn hleypa af stokkunum stóru verkefni í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) í þeim tilgangi að veita aðstoð.

?Heimurinn treystir Rauða krossinum, Sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparstofnunum fyrir heilsu og velferð fórnarlambanna,? segir Peter Cameron yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Indónesíu. ?Okkur hefur verið falið að skapa eins mannúðleg lífsskilyrði og hægt er á meðan við hjálpum fólki að endurbyggja heimili sín og samfélag.?

21. sep. 2005 : Hamfarir hitta fyrir þá fátæku, veiku og varnarlausu

Johan Schaar er yfirmann hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum við Indlandshaf

21. sep. 2005 : Hamfarir hitta fyrir þá fátæku, veiku og varnarlausu

Johan Schaar er yfirmann hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum við Indlandshaf

20. sep. 2005 : Hjálparstarf í Bandaríkjunum - nokkrar staðreyndir

Neyðarskýli var sett upp á íþróttavellinum í New Orleans þar sem þúsundir manna hafast við. Mynd: Daniel Cima/American Red Cross

Síðan Fellibylurinn Katrín gekk yfir hefur Rauði kross Bandaríkjanna brugðist við náttúruhamförum af áður óþekktri stærðargráðu og starfað af meiri krafti við mannúðarstörf en áður hefur þekkst.

Rauði krossinn hefur útvegað heimilislausu fólki gistingu sem svarar til tveggja milljóna gistinátta í 895 neyðarskýlum í 24 fylkjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Fram að þessu hefur Rauði krossinn borið fram nærri 8,4 milljónir heitra máltíða og yfir 6,6 milljónir léttari máltíða til þeirra sem lifðu hörmungarnar af.

13. sep. 2005 : Eftir mánuð í Indónesíu

Sigurður er sendifulltrúi i Banda Aech í Indónesíu.

5. sep. 2005 : Fjöldahjálparteymi Rauða kross Íslands í viðbragðsstöðu vegna Katrínar

Mynd: Daniel Cima. Bandaríski Rauði krossinn.
Rauði kross Íslands hefur boðið bandaríska Rauða krossinum aðstoð vegna hjálparstarfsins í kjölfar fellibylsins Katrínar. Um er að ræða 5-10 manna teymi sem vinnur í fjöldahjálparskýlum þar er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

?Bandaríski Rauði krossinn tók vel í boð okkar um að senda fólk með reynslu og þekkingu á rekstri fjöldahjálparsstöðva og það skýrist á næstu dögum hvort boðið verður þegið? sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands eftir símafund Alþjóða Rauða krossins fyrr í dag. Um 80 slíkir sérfræðingar Rauða krossins frá nokkrum landsfélögum Rauða krossins eru þegar á leið til Bandaríkjanna.

Yfir 135 þúsund manns gista nú skýlum Rauða krossins sem eru yfir 470 talsins.

31. ágú. 2005 : Þúsundir sjálfboðaliða að störfum um öll Bandaríkin vegna fellibylsins Katrínar

Gervihnattamynd af fellibylnum, sem tekin var á mánudag, en þá reið bylurinn yfir New Orleans.
Rauði kross Bandaríkjanna hefur virkjað þúsundir sjálfboðaliða til að bregðast við afleyðingum fellibylsins Katrínar sem hefur lagt hluta af Louisiana-fylki algjörlega í rúst. Að minnsta kosti 100 manns hafa látið lífið af hans völdum.

Ameríski Rauði krossinn hyggst senda hátt í 2.000 sjálfboðaliða á svæðið til að hefjast strax handa við hjálparstarf. ?Sjálfboðaliðar eru það sem Rauði kross Bandaríkjanna treystir á og við köllum nú út nokkur þúsund til að styðja við hjálparstarfið í Louisiana og öðrum fylkjum þar sem bylurinn hefur farið yfir,? segir Pat McCrummen, talsmaður Rauða kross Bandaríkjanna. ?Við horfum til langtímaaðstoðar vegna afleyðinga fellibylsins.?

12. júl. 2005 : Saga Taslimu

Tasliman er tuttugu ára og býr í Indónesíu. Hún segir frá lífsreynslu sinni þegar flóðbyljan skall á landið hennar í desember.

26. jún. 2005 : Þeir sem eftir lifa þurfa að taka þátt í uppbyggingunni á flóðasvæðum

Johan Schar er yfirmaður hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum.

23. jún. 2005 : Sendifulltrúi Alþjóðasamtaka Rauða krossins særðist í Aceh

Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans varð fyrir skoti í gær, 22. júní, þegar hann var á ferð á vegi skammt frá Lamno á vesturströnd Aceh-héraðs á Súmötru.

Atburður þessi átti sér stað eftir kl. 8 að kvöldi. Eva Young, hjálparstarfsmaður frá Hong Kong, var í fjórhjóladrifnum bíl sem var merktur Rauða krossinum. Hún særðist en hermaður sem var í fylgd með henni slapp ómeiddur. Eva var lögð inn á sjúkrahús á staðnum sem rekið er af samtökunum Læknar án landamæra. Hún særðist á andliti og hálsi en er með meðvitund og ástand hennar er stöðugt. Hún var flutt til Medan í morgun og var flutt þaðan til Singapore.

2. jún. 2005 : Íslenskur sálfræðingur tekur þátt í að veita íbúum Sri Lanka sálfræðiaðstoð

Sjálfboðaliðar Kurchavei deildarinnar taka við hjólum frá Elínu Jónasdóttur og Dr. Gnangunalan formanni Sri Lanka Rauða krossins.
Rauði kross Danmerkur hefur verið virkur í að veita sálfræðilega og félagslega aðstoð til fólks í Trincomalee-héraðinu í Sri Lanka sem á um sárt að binda eftir flóðin í Asíu í desember.

Aðstoðin felst í að hjálpa fólkinu að jafna sig og gera því kleift að sjá fyrir sér sjálft. Danirnir sendu  með fjárhagslegri aðstoð mannréttindasamtakanna ECHO hóp sálfræðinga til Sri Lanka í janúar með það að markmiði að draga úr sálfræðilegum áhrifum þessara hörmunga.

Rauði kross Dana hefur ráðið 47 sjálfboðaliða frá Rauða krossi Sri Lanka til Trincomalee og þjálfað þá til þátttöku í þessari aðstoð. Slíka sjálfboðaliða er nú að finna í 18 miðstöðvum í fjórum héruðum í landinu.

6. maí 2005 : Ekki er allt sem sýnist

Baldur er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Aceh héraði á Súmötru.

28. apr. 2005 : Mikið uppbyggingastarf framundan á flóðasvæðum

Þórir Guðmundsson flutti þetta erindi um hjálparstarfið í Asíu á landsþingi Lions á Íslandi þann 23. apríl.

28. mar. 2005 : Fólkið skelfingu lostið segir Birna

Hólmfríður Garðarsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Birna Halldórsdóttir við störf sín á Banda Aceh. Birna sem er lengst til hægri er enn úti en Hólmfríður og Hildur eru komnar heim.

Birna Halldórsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands segir að mikil skelfing hafi gripið um sig í Banda Aceh eftir harðan skjálfta sem þar varð um kl. 16.09 í dag að íslenskum tíma. Fólk þusti út úr húsum sínum allt í kringum hana, en Birna dvelur á svæði sem varð fyrir flóðbylgjunni 26. desember.

Skömmu síðar varð allt rólegra og ljóst að ekki yrði af flóðbylgju í Banda Aceh eins og annan dag jóla.

?Ég sit hér í tungsljósinu núna og það er allt rólegt,? sagði Birna nú undir kvöld. Birna starfar við dreifingu hjálpargagna á vegum Alþjóða Rauða krossins.

21. mar. 2005 : Póstkort frá Hófi í Banda Aceh

Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir er sendifulltrúi í Banda Aceh

18. mar. 2005 : Enduruppbyggingin í Sri Lanka

Börnin bíða í röð eftir að fá úthlutað hjálpargögnum. Meira en 180 þúsund þeirra sem urðu fórnarlömb flóðbylgunnar á Sri Lanka hafa notið aðstoðar Rauða krossins.

Klukkan er átta að morgni og hjálparlið alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Galle í suðurhluta Sri Lanka hefur verið á ferð í tvær klukkustundir. Hjálparliðið leiðir nokkra vörubíla sem hlaðnir eru hjálpargögnum og eiga þau að fara til margra tjaldbúða sem hafa sprottið upp við ströndina til að hýsa þá hálfu milljón manna sem misstu heimili sín í flóðbylgjunum í desember.

Á meðan gerir Charles Blake, leiðtogi hjálparliðsins, áætlanir fyrir dreifingu hjálpargagna í þessari viku en það eina sem hann hefur sem aðstöðu er heitt og rykugt tjald sem komið hefur verið upp í vöruhúsi.

27. feb. 2005 : Hvað hef ég verið að gera hérna?

Birna er sendifulltrúi á Súmötru.

23. feb. 2005 : Fólkið hefur orðið að sætta sig við missinn

Robin er sendifulltrúi í Indónesíu.

23. feb. 2005 : Erfitt að hugga fólk sem hefur misst allt

Hildur er sendifulltrúi í Aceh í Indónesíu.

7. feb. 2005 : Bréf frá Sri Lanka

Elín er sendifulltrúi á Sri Lanka

28. jan. 2005 : Skelfingin býr enn í hjörtum þeirra sem eftir lifa

Hlér er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Sri Lanka.

25. jan. 2005 : Í vöruskemmu til Sri Lanka

Þórir fór um hamfarasvæði Sri Lanka um miðjan janúar 2005.

25. jan. 2005 : Harmur og hjálparstarf í Hambantota

Frásögn Þóris eftir ferð til Sri Lanka í janúar 2005.

24. jan. 2005 : Lífið í Banda Aceh þremur vikum eftir flóðin

Robin Bovey er sendifulltrúi í Banda Aceh Indónesíu.

21. jan. 2005 : Hjálparstarf á hamfarasvæðunum er í fullum gangi

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Sri Lanka voru að hjálpa börnum í fjöldahjálparstöð við að teikna og lita, en það er liður í sálrænum stuðningi við þau, þegar Þórir Guðmundsson frá Rauða krossi Íslands heilsaði upp á þá um daginn.
Í gær hækkaði tala látinna í Indónesíu gríðarlega í kjölfar þess að heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um 50 þúsund manns sem var saknað eru í raun látnir. Þar með er tala látinna í heild sinni eftir flóðin komin upp í 213 þúsund, þar af ríflega 166 þúsund í Indónesíu.

Hjálparstarfið er enn í fullum gangi. Alls hafa komið 77 flugferðir á vegum alþjóðasamtaka Rauða krossins með hjálpargögn og er áætlað að farin verði 31 ferð til viðbótar á næstu dögum.

Seinni hópurinn sem meta á ástandið og veita áfallahjálp er kominn til Indónesíu, en hinn fyrri hefur þegar hafið störf í Sri Lanka. Hópnum er ætlað að gera langtímaáætlanir um aðgerðir í kjölfar hörmunganna. Í þessum seinni hópi eru átta manns, m.a. sérfræðingar í almennu heilbrigði, vatnshreinsun og þróun og endurreisn samfélaga.

18. jan. 2005 : Uppbyggingarstarfið framundan

Á myndinni er vatnshreinsunarsveit Þýska Rauða krossins í Pottuvil að störfum.

Fyrir tilstuðlan almennings, fyrirtækja, sveitar- og bæjarstjórna um allt land getur Rauði kross Íslands lagt verulegan skerf til uppbyggingarstarfsins í löndunum við Bengal flóa eftir flóðbylgjurnar miklu. Ekki verður nógsamlega þakkað fyrir framlag allra þeirra sem lögðu lóð sitt á vogarskálarnar.

Matsteymi sem mun leggja drög að langtímauppbyggingarstarfi Rauða kross hreyfingarinnar er nú komið á flóðasvæðin. Unnið er að áætlunum til fimm ára til að byrja með varðandi vatnsöflun og hreinlætismál, heilsugæslu, samfélagsþróun, neyðaraðstoð og uppbyggingu neyðarvarna. Ávallt er byggt á þekkingu og reynslu Rauða kross félaganna og reynt að auka enn á færni þeirra til að bregðast við áföllum og vinna úr afleiðingum þeirra. Því miður fer tala látinna enn vaxandi og er nú komin yfir 162,000 manns.

16. jan. 2005 : Sjálfboðaliðar vinna myrkranna á milli við hjálparstörf

Hlér er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Sri Lanka.

16. jan. 2005 : 110 milljónir króna söfnuðust

Þessar stúlkur voru duglegar að safna í baukana í Kringlunni.
Eitt hundrað og tíu milljónir króna höfðu safnast í landssöfnuninni ?Neyðarhjálp úr norðri" þegar beinni útsendingu Stöðvar 2, Sjónvarpsins og Skjás eins lauk fyrir stundu.

Margir lögðu hönd á plóginn við söfnunina í dag. Sjálfboðaliðar söfnuðu fé í þremur verslunarmiðstöðvum, þ.e. Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri. Tombólubörn tóku virkan þátt í söfnuninni og gengu um verslunarmiðstöðvarnar með söfnunarbauka.

14. jan. 2005 : Það þarf tíma, hjarta og hugarfar til enduruppbyggingar

Robin Bovey er sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands í Indónesíu.

12. jan. 2005 : Arngrímur lentur á Sri Lanka með 100 tonn af hjálpargögnum

Arngrímur Jóhannsson stjórnarformaður Atlanta var við stjórnvölinn á leiðinni til Sri Lanka ásamt Gunnari syni sínum.
Flugvél Atlanta flugfélagsins, hlaðin um 100 tonnum af hjálpargögnum frá Rauða krossinum, lenti á þriðjudagskvöld í Colombo á Sri Lanka eftir flug frá Dubai. Avion Group (eignarhaldsfélag Atlanta), Eimskip, Landsbankinn og Olís sameinuðust um að kosta flugið.

Í vélinni voru 4.000 fjölskyldupakkar af hreinlætisvörum, 50.000 strádýnur, tjöld, reipi og bílar til hjálparstarfsins. Rúmlega 30.000 manns létu lífið í hamfaraflóðinu á Sri Lanka og 332.000 manns hafast nú við í fjöldahjálparstöðvum meðfram ströndinni. 

11. jan. 2005 : Atlanta flýgur með um 100 tonn af hjálpargögnum Rauða krossins til Sri Lanka

Avion Group, Eimskip, Landsbanki Íslands og Olís hafa tekið höndum saman um að kosta flutning á hjálpargögnum fyrir Rauða kross Íslands til Sri Lanka í kvöld. Flugvél Atlanta flýgur með tæplega 100 tonn af hjálpargögnum frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Dubai á þriðjudag.

Það er okkur mikil ánægja að geta með þessu móti lagt hjálparstarfinu lið," segir Hafþór Hafsteinsson framkvæmdastjóri Avion Group sem rekur Atlanta.

Arngrímur Jóhannsson stofnandi Atlanta og sonur hans Gunnar verða í flugstjórnarklefa Boeing 747 flugvélarinnar sem flytur farminn. Um er að ræða hjálpargögn Alþjóða Rauða krossins, sem nýtt verða til hjálparstarfsins á Sri Lanka. Þar á meðal eru hreinlætisvörur, tjöld, dýnur og pallbílar. 

11. jan. 2005 : Neyðarhjálp úr norðri

Í dag hefst landssöfnun þriggja sjónvarpsstöðva, þriggja verslunarmiðstöðva, níu útvarpsstöðva, þriggja dagblaða, listamanna, fyrirtækja og almennings til hjálpar þeim sem lifðu af hamfarirnar í Asíu. Aldrei fyrr hafa svo margir aðilar á Íslandi tekið höndum saman um neyðarhjálp til útlanda. Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar nú, og uppbyggingar á næstu árum á vegum fimm mannúðarsamtaka; Barnaheilla - Save the Children, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross Íslands, SOS barnaþorpa og UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari söfnunarinnar.

Kjörorð söfnunarinnar er Neyðarhjálp úr norðri
Söfnunin hefst í dag, þriðjudaginn 11. janúar og nær hámarki með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins laugardagskvöldið 15. janúar.

 Í þetta fer söfnunarféð:
? Treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína.
? Hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótunum á ný.
? Veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða.

10. jan. 2005 : Rauði krossinn eykur aðstoð í Aceh á Súmötru

Læknir rannsakar barn í Aceh-héraðinu í Súmötru.
 Starf Alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða hálfmánans á Súmötru er nú mest í kringum bæinn Meulaboh, á vesturströnd héraðsins Aceh. Þar er talið að um 40 þúsund manns hafi farist í flóðunum á annan dag jóla. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins eru skemmdir í Meulaboh gríðarlegar og ná allt að þremur kílómetrum inn í landið. Á ströndinni er eyðileggingin algjör. ?Þar er töluverð leðja á svæðinu og mikil eyðilegging á mannvirkjun og vegum,? segir Sara Escudero, sem sér um vatns- og hreinlætismál fyrir Rauða krossinn. Hún fór á flóðasvæðin ásamt þremur öðrum sem með henni mynduðu sérstakt teymi sem mat tjónið.

7. jan. 2005 : Tælenskir sjómenn treysta sjónum ekki lengur

Greinin birtist á heimasíðu Alþjóðasambands Rauða krossins.

5. jan. 2005 : Tveir sendifulltrúar til viðbótar á leið á hamfarasvæðin í Asíu

Ívar Sigurjónsson markaðsstjóri Norvíkur afhendir Sigrúnu Árnadóttur framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands eina milljón króna til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í Asíu.

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, J. Birna Halldórsdóttir og Robin Bovey, fara til Aceh í Indónesíu á fimmtudaginn til að vinna við dreifingu hjálpargagna og verða þá alls fimm sendifulltrúar félagsins að störfum vegna flóðanna í Asíu. Þau hafa bæði starfað víða fyrir Rauða krossinn og er Robin nýkominn heim frá Darfur í Súdan þar sem hann vann við dreifingu hjálpargagna. Áætlað er að Birna og Robin verði í tvo mánuði í Aceh með Alþjóða Rauða krossinum. Fjöldi annarra sendifulltrúa eru í viðbragðsstöðu.

Þegar eru þrír sendifulltrúar Rauða kross Íslands á hamfarasvæðunum. Hlér Guðjónsson starfar að almennum hjálparstörfum á Sri Lanka og Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur er að kanna þörf fyrir áfallahjálp í Indónesíu. Hluti af starfi hennar er að hlúa að sjálfboðaliðum Rauða krossins sem starfa við afar erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum. Auk þess er Ómar Valdimarsson sendifulltrúi við störf í Jakarta í Indónesíu.

5. jan. 2005 : Hjálparstarfið farið að ná til afskekktari byggða á Indónesíu

Á meðfylgjandi mynd eru Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka þegar Bjarni afhenti fjórar milljónir sem söfnuðust á söfnunarreikning Íslandsbankavefsins.

Þúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins á hamfærasvæðunum í Asíu dreifa nú hjálpargögnum á stórum svæðum með flugvélum, bílum og bátum. Smám saman er hjálparstarfið að ná betur til afskekktari svæða á Indónesíu. Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands fara til Indónesíu í fyrramálið en fyrir eru þrír sendifulltrúar á hamfarasvæðunum, einn á Sri Lanka og tveir í Indónesíu.

?Það er ljóst að þegar fyrstu viðbrögð eru yfirstaðin, og búið að skipuleggja aðhlynningu til næstu vikna og mánuða, þá þarf að fara að hugsa til lengri tíma, jafnvel fimm til tíu ára,? segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

2. jan. 2005 : Rauði krossinn sendir vatn og segldúka til Tælands

Myndin er tekin þegar verið var að hlaða vatni í flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía.

Rauði kross Íslands sendi í dag 10 tonn af vatni og eitt og hálft tonn af segldúkum til flóðasvæða í Tælandi með flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf vatnið og Seglagerðin Ægir veitti Rauða krossinum verulegan afslátt af segldúkunum.

Um er að ræða 247 segldúka sem nýtast jafn mörgum fjölskyldum - líklega um eitt þúsund einstaklingum - til að koma sér upp bráðabirgðaskýli. Vatninu verður dreift á hamfarasvæðinu, þar sem mikil þörf er fyrir það. 

1. jan. 2005 : Umfangsmikið hjálparstarf við erfiðar aðstæður

Þessar stúlkur, Eydís Lilja Eysteinsdóttir, Eva Agnarsdóttir og Lilja Dís Smáradóttir voru búnar að safna 22.000 krónum í ferðasjóð vegna ferðar sem þær ætluðu í á nýja árinu en ákváðu að gefa peningana í staðinn til hjálparstarfs Rauða krossins vegna flóðanna í Asíu.

Almenningur á Íslandi, stjórnvöld, fyrirtæki og félagasamtök hafa nú gefið samtals um 60 milljónir króna til neyðarhjálpar Rauða krossins á jarðskjálfta- og flóðasvæðum í Asíu. Hluta upphæðarinnar hefur þegar verið komið til Alþjóða Rauða krossins og nýtist til hjálparstarfs við afar erfiðar aðstæður, einkum á Sri Lanka og í Indónesíu.

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa verið sendir á flóðasvæðin, einn til Sri Lanka og einn til Indónesíu. Fjöldi annarra er í viðbragðsstöðu. Enn er hægt að hringja í 907 2020 til að styðja hjálparstarfið.