28. jan. 2005 : Skelfingin býr enn í hjörtum þeirra sem eftir lifa

Hlér er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Sri Lanka.

25. jan. 2005 : Í vöruskemmu til Sri Lanka

Þórir fór um hamfarasvæði Sri Lanka um miðjan janúar 2005.

25. jan. 2005 : Harmur og hjálparstarf í Hambantota

Frásögn Þóris eftir ferð til Sri Lanka í janúar 2005.

24. jan. 2005 : Lífið í Banda Aceh þremur vikum eftir flóðin

Robin Bovey er sendifulltrúi í Banda Aceh Indónesíu.

21. jan. 2005 : Hjálparstarf á hamfarasvæðunum er í fullum gangi

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Sri Lanka voru að hjálpa börnum í fjöldahjálparstöð við að teikna og lita, en það er liður í sálrænum stuðningi við þau, þegar Þórir Guðmundsson frá Rauða krossi Íslands heilsaði upp á þá um daginn.
Í gær hækkaði tala látinna í Indónesíu gríðarlega í kjölfar þess að heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um 50 þúsund manns sem var saknað eru í raun látnir. Þar með er tala látinna í heild sinni eftir flóðin komin upp í 213 þúsund, þar af ríflega 166 þúsund í Indónesíu.

Hjálparstarfið er enn í fullum gangi. Alls hafa komið 77 flugferðir á vegum alþjóðasamtaka Rauða krossins með hjálpargögn og er áætlað að farin verði 31 ferð til viðbótar á næstu dögum.

Seinni hópurinn sem meta á ástandið og veita áfallahjálp er kominn til Indónesíu, en hinn fyrri hefur þegar hafið störf í Sri Lanka. Hópnum er ætlað að gera langtímaáætlanir um aðgerðir í kjölfar hörmunganna. Í þessum seinni hópi eru átta manns, m.a. sérfræðingar í almennu heilbrigði, vatnshreinsun og þróun og endurreisn samfélaga.

18. jan. 2005 : Uppbyggingarstarfið framundan

Á myndinni er vatnshreinsunarsveit Þýska Rauða krossins í Pottuvil að störfum.

Fyrir tilstuðlan almennings, fyrirtækja, sveitar- og bæjarstjórna um allt land getur Rauði kross Íslands lagt verulegan skerf til uppbyggingarstarfsins í löndunum við Bengal flóa eftir flóðbylgjurnar miklu. Ekki verður nógsamlega þakkað fyrir framlag allra þeirra sem lögðu lóð sitt á vogarskálarnar.

Matsteymi sem mun leggja drög að langtímauppbyggingarstarfi Rauða kross hreyfingarinnar er nú komið á flóðasvæðin. Unnið er að áætlunum til fimm ára til að byrja með varðandi vatnsöflun og hreinlætismál, heilsugæslu, samfélagsþróun, neyðaraðstoð og uppbyggingu neyðarvarna. Ávallt er byggt á þekkingu og reynslu Rauða kross félaganna og reynt að auka enn á færni þeirra til að bregðast við áföllum og vinna úr afleiðingum þeirra. Því miður fer tala látinna enn vaxandi og er nú komin yfir 162,000 manns.

16. jan. 2005 : Sjálfboðaliðar vinna myrkranna á milli við hjálparstörf

Hlér er sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Sri Lanka.

16. jan. 2005 : 110 milljónir króna söfnuðust

Þessar stúlkur voru duglegar að safna í baukana í Kringlunni.
Eitt hundrað og tíu milljónir króna höfðu safnast í landssöfnuninni ?Neyðarhjálp úr norðri" þegar beinni útsendingu Stöðvar 2, Sjónvarpsins og Skjás eins lauk fyrir stundu.

Margir lögðu hönd á plóginn við söfnunina í dag. Sjálfboðaliðar söfnuðu fé í þremur verslunarmiðstöðvum, þ.e. Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri. Tombólubörn tóku virkan þátt í söfnuninni og gengu um verslunarmiðstöðvarnar með söfnunarbauka.

14. jan. 2005 : Það þarf tíma, hjarta og hugarfar til enduruppbyggingar

Robin Bovey er sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands í Indónesíu.

12. jan. 2005 : Arngrímur lentur á Sri Lanka með 100 tonn af hjálpargögnum

Arngrímur Jóhannsson stjórnarformaður Atlanta var við stjórnvölinn á leiðinni til Sri Lanka ásamt Gunnari syni sínum.
Flugvél Atlanta flugfélagsins, hlaðin um 100 tonnum af hjálpargögnum frá Rauða krossinum, lenti á þriðjudagskvöld í Colombo á Sri Lanka eftir flug frá Dubai. Avion Group (eignarhaldsfélag Atlanta), Eimskip, Landsbankinn og Olís sameinuðust um að kosta flugið.

Í vélinni voru 4.000 fjölskyldupakkar af hreinlætisvörum, 50.000 strádýnur, tjöld, reipi og bílar til hjálparstarfsins. Rúmlega 30.000 manns létu lífið í hamfaraflóðinu á Sri Lanka og 332.000 manns hafast nú við í fjöldahjálparstöðvum meðfram ströndinni. 

11. jan. 2005 : Atlanta flýgur með um 100 tonn af hjálpargögnum Rauða krossins til Sri Lanka

Avion Group, Eimskip, Landsbanki Íslands og Olís hafa tekið höndum saman um að kosta flutning á hjálpargögnum fyrir Rauða kross Íslands til Sri Lanka í kvöld. Flugvél Atlanta flýgur með tæplega 100 tonn af hjálpargögnum frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Dubai á þriðjudag.

Það er okkur mikil ánægja að geta með þessu móti lagt hjálparstarfinu lið," segir Hafþór Hafsteinsson framkvæmdastjóri Avion Group sem rekur Atlanta.

Arngrímur Jóhannsson stofnandi Atlanta og sonur hans Gunnar verða í flugstjórnarklefa Boeing 747 flugvélarinnar sem flytur farminn. Um er að ræða hjálpargögn Alþjóða Rauða krossins, sem nýtt verða til hjálparstarfsins á Sri Lanka. Þar á meðal eru hreinlætisvörur, tjöld, dýnur og pallbílar. 

11. jan. 2005 : Neyðarhjálp úr norðri

Í dag hefst landssöfnun þriggja sjónvarpsstöðva, þriggja verslunarmiðstöðva, níu útvarpsstöðva, þriggja dagblaða, listamanna, fyrirtækja og almennings til hjálpar þeim sem lifðu af hamfarirnar í Asíu. Aldrei fyrr hafa svo margir aðilar á Íslandi tekið höndum saman um neyðarhjálp til útlanda. Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar nú, og uppbyggingar á næstu árum á vegum fimm mannúðarsamtaka; Barnaheilla - Save the Children, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross Íslands, SOS barnaþorpa og UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari söfnunarinnar.

Kjörorð söfnunarinnar er Neyðarhjálp úr norðri
Söfnunin hefst í dag, þriðjudaginn 11. janúar og nær hámarki með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins laugardagskvöldið 15. janúar.

 Í þetta fer söfnunarféð:
? Treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína.
? Hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótunum á ný.
? Veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða.

10. jan. 2005 : Rauði krossinn eykur aðstoð í Aceh á Súmötru

Læknir rannsakar barn í Aceh-héraðinu í Súmötru.
 Starf Alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða hálfmánans á Súmötru er nú mest í kringum bæinn Meulaboh, á vesturströnd héraðsins Aceh. Þar er talið að um 40 þúsund manns hafi farist í flóðunum á annan dag jóla. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins eru skemmdir í Meulaboh gríðarlegar og ná allt að þremur kílómetrum inn í landið. Á ströndinni er eyðileggingin algjör. ?Þar er töluverð leðja á svæðinu og mikil eyðilegging á mannvirkjun og vegum,? segir Sara Escudero, sem sér um vatns- og hreinlætismál fyrir Rauða krossinn. Hún fór á flóðasvæðin ásamt þremur öðrum sem með henni mynduðu sérstakt teymi sem mat tjónið.

7. jan. 2005 : Tælenskir sjómenn treysta sjónum ekki lengur

Greinin birtist á heimasíðu Alþjóðasambands Rauða krossins.

5. jan. 2005 : Tveir sendifulltrúar til viðbótar á leið á hamfarasvæðin í Asíu

Ívar Sigurjónsson markaðsstjóri Norvíkur afhendir Sigrúnu Árnadóttur framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands eina milljón króna til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í Asíu.

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, J. Birna Halldórsdóttir og Robin Bovey, fara til Aceh í Indónesíu á fimmtudaginn til að vinna við dreifingu hjálpargagna og verða þá alls fimm sendifulltrúar félagsins að störfum vegna flóðanna í Asíu. Þau hafa bæði starfað víða fyrir Rauða krossinn og er Robin nýkominn heim frá Darfur í Súdan þar sem hann vann við dreifingu hjálpargagna. Áætlað er að Birna og Robin verði í tvo mánuði í Aceh með Alþjóða Rauða krossinum. Fjöldi annarra sendifulltrúa eru í viðbragðsstöðu.

Þegar eru þrír sendifulltrúar Rauða kross Íslands á hamfarasvæðunum. Hlér Guðjónsson starfar að almennum hjálparstörfum á Sri Lanka og Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur er að kanna þörf fyrir áfallahjálp í Indónesíu. Hluti af starfi hennar er að hlúa að sjálfboðaliðum Rauða krossins sem starfa við afar erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum. Auk þess er Ómar Valdimarsson sendifulltrúi við störf í Jakarta í Indónesíu.

5. jan. 2005 : Hjálparstarfið farið að ná til afskekktari byggða á Indónesíu

Á meðfylgjandi mynd eru Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka þegar Bjarni afhenti fjórar milljónir sem söfnuðust á söfnunarreikning Íslandsbankavefsins.

Þúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins á hamfærasvæðunum í Asíu dreifa nú hjálpargögnum á stórum svæðum með flugvélum, bílum og bátum. Smám saman er hjálparstarfið að ná betur til afskekktari svæða á Indónesíu. Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands fara til Indónesíu í fyrramálið en fyrir eru þrír sendifulltrúar á hamfarasvæðunum, einn á Sri Lanka og tveir í Indónesíu.

?Það er ljóst að þegar fyrstu viðbrögð eru yfirstaðin, og búið að skipuleggja aðhlynningu til næstu vikna og mánuða, þá þarf að fara að hugsa til lengri tíma, jafnvel fimm til tíu ára,? segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

2. jan. 2005 : Rauði krossinn sendir vatn og segldúka til Tælands

Myndin er tekin þegar verið var að hlaða vatni í flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía.

Rauði kross Íslands sendi í dag 10 tonn af vatni og eitt og hálft tonn af segldúkum til flóðasvæða í Tælandi með flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf vatnið og Seglagerðin Ægir veitti Rauða krossinum verulegan afslátt af segldúkunum.

Um er að ræða 247 segldúka sem nýtast jafn mörgum fjölskyldum - líklega um eitt þúsund einstaklingum - til að koma sér upp bráðabirgðaskýli. Vatninu verður dreift á hamfarasvæðinu, þar sem mikil þörf er fyrir það. 

1. jan. 2005 : Umfangsmikið hjálparstarf við erfiðar aðstæður

Þessar stúlkur, Eydís Lilja Eysteinsdóttir, Eva Agnarsdóttir og Lilja Dís Smáradóttir voru búnar að safna 22.000 krónum í ferðasjóð vegna ferðar sem þær ætluðu í á nýja árinu en ákváðu að gefa peningana í staðinn til hjálparstarfs Rauða krossins vegna flóðanna í Asíu.

Almenningur á Íslandi, stjórnvöld, fyrirtæki og félagasamtök hafa nú gefið samtals um 60 milljónir króna til neyðarhjálpar Rauða krossins á jarðskjálfta- og flóðasvæðum í Asíu. Hluta upphæðarinnar hefur þegar verið komið til Alþjóða Rauða krossins og nýtist til hjálparstarfs við afar erfiðar aðstæður, einkum á Sri Lanka og í Indónesíu.

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa verið sendir á flóðasvæðin, einn til Sri Lanka og einn til Indónesíu. Fjöldi annarra er í viðbragðsstöðu. Enn er hægt að hringja í 907 2020 til að styðja hjálparstarfið.