28. mar. 2005 : Fólkið skelfingu lostið segir Birna

Hólmfríður Garðarsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Birna Halldórsdóttir við störf sín á Banda Aceh. Birna sem er lengst til hægri er enn úti en Hólmfríður og Hildur eru komnar heim.

Birna Halldórsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands segir að mikil skelfing hafi gripið um sig í Banda Aceh eftir harðan skjálfta sem þar varð um kl. 16.09 í dag að íslenskum tíma. Fólk þusti út úr húsum sínum allt í kringum hana, en Birna dvelur á svæði sem varð fyrir flóðbylgjunni 26. desember.

Skömmu síðar varð allt rólegra og ljóst að ekki yrði af flóðbylgju í Banda Aceh eins og annan dag jóla.

?Ég sit hér í tungsljósinu núna og það er allt rólegt,? sagði Birna nú undir kvöld. Birna starfar við dreifingu hjálpargagna á vegum Alþjóða Rauða krossins.

21. mar. 2005 : Póstkort frá Hófi í Banda Aceh

Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir er sendifulltrúi í Banda Aceh

18. mar. 2005 : Enduruppbyggingin í Sri Lanka

Börnin bíða í röð eftir að fá úthlutað hjálpargögnum. Meira en 180 þúsund þeirra sem urðu fórnarlömb flóðbylgunnar á Sri Lanka hafa notið aðstoðar Rauða krossins.

Klukkan er átta að morgni og hjálparlið alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Galle í suðurhluta Sri Lanka hefur verið á ferð í tvær klukkustundir. Hjálparliðið leiðir nokkra vörubíla sem hlaðnir eru hjálpargögnum og eiga þau að fara til margra tjaldbúða sem hafa sprottið upp við ströndina til að hýsa þá hálfu milljón manna sem misstu heimili sín í flóðbylgjunum í desember.

Á meðan gerir Charles Blake, leiðtogi hjálparliðsins, áætlanir fyrir dreifingu hjálpargagna í þessari viku en það eina sem hann hefur sem aðstöðu er heitt og rykugt tjald sem komið hefur verið upp í vöruhúsi.