26. jún. 2005 : Þeir sem eftir lifa þurfa að taka þátt í uppbyggingunni á flóðasvæðum

Johan Schar er yfirmaður hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum.

23. jún. 2005 : Sendifulltrúi Alþjóðasamtaka Rauða krossins særðist í Aceh

Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans varð fyrir skoti í gær, 22. júní, þegar hann var á ferð á vegi skammt frá Lamno á vesturströnd Aceh-héraðs á Súmötru.

Atburður þessi átti sér stað eftir kl. 8 að kvöldi. Eva Young, hjálparstarfsmaður frá Hong Kong, var í fjórhjóladrifnum bíl sem var merktur Rauða krossinum. Hún særðist en hermaður sem var í fylgd með henni slapp ómeiddur. Eva var lögð inn á sjúkrahús á staðnum sem rekið er af samtökunum Læknar án landamæra. Hún særðist á andliti og hálsi en er með meðvitund og ástand hennar er stöðugt. Hún var flutt til Medan í morgun og var flutt þaðan til Singapore.

2. jún. 2005 : Íslenskur sálfræðingur tekur þátt í að veita íbúum Sri Lanka sálfræðiaðstoð

Sjálfboðaliðar Kurchavei deildarinnar taka við hjólum frá Elínu Jónasdóttur og Dr. Gnangunalan formanni Sri Lanka Rauða krossins.
Rauði kross Danmerkur hefur verið virkur í að veita sálfræðilega og félagslega aðstoð til fólks í Trincomalee-héraðinu í Sri Lanka sem á um sárt að binda eftir flóðin í Asíu í desember.

Aðstoðin felst í að hjálpa fólkinu að jafna sig og gera því kleift að sjá fyrir sér sjálft. Danirnir sendu  með fjárhagslegri aðstoð mannréttindasamtakanna ECHO hóp sálfræðinga til Sri Lanka í janúar með það að markmiði að draga úr sálfræðilegum áhrifum þessara hörmunga.

Rauði kross Dana hefur ráðið 47 sjálfboðaliða frá Rauða krossi Sri Lanka til Trincomalee og þjálfað þá til þátttöku í þessari aðstoð. Slíka sjálfboðaliða er nú að finna í 18 miðstöðvum í fjórum héruðum í landinu.