31. ágú. 2005 : Þúsundir sjálfboðaliða að störfum um öll Bandaríkin vegna fellibylsins Katrínar

Gervihnattamynd af fellibylnum, sem tekin var á mánudag, en þá reið bylurinn yfir New Orleans.
Rauði kross Bandaríkjanna hefur virkjað þúsundir sjálfboðaliða til að bregðast við afleyðingum fellibylsins Katrínar sem hefur lagt hluta af Louisiana-fylki algjörlega í rúst. Að minnsta kosti 100 manns hafa látið lífið af hans völdum.

Ameríski Rauði krossinn hyggst senda hátt í 2.000 sjálfboðaliða á svæðið til að hefjast strax handa við hjálparstarf. ?Sjálfboðaliðar eru það sem Rauði kross Bandaríkjanna treystir á og við köllum nú út nokkur þúsund til að styðja við hjálparstarfið í Louisiana og öðrum fylkjum þar sem bylurinn hefur farið yfir,? segir Pat McCrummen, talsmaður Rauða kross Bandaríkjanna. ?Við horfum til langtímaaðstoðar vegna afleyðinga fellibylsins.?