29. sep. 2005 : Rauði krossinn veitir enn mikla neyðaraðstoð í Bandaríkjunum

Nemendur um allt land í Bandaríkjunum senda fórnarlömbunum uppörvunarkveðjur. Þessi mynd er frá skóla í Bronx í New York.
Rauði kross Bandaríkjanna fæst nú við afleiðingar náttúruhamfara sem urðu af völdum fellibyljanna Katrínar og Rítu. Þjálfaðir hafa verið tugir þúsund sjálfboðaliða til að aðstoða fórnarlömbin. Hundruð þúsund fórnarlamba Rítu þiggur nú aðstoð frá Rauða krossinum.

Yfir 74 þúsund manns hafa leitað skjóls í um 250 neyðarskýlum. Að auki eru 226 skýli enn opin fyrir þau 44 þúsund sem enn þurfa á þeim að halda eftir fellibylinn Katrínu.

27. sep. 2005 : Rauði krossinn ásamt öðrum hjálparstofnunum bregst við neyðinni í Banda Aceh

Neyðarskýli sem þessi hafa verið reist á flóðasvæðunum. Þau eru eingöngu notuð tímabundið meðan byggð eru ný hús.
Þar sem hætta vofir yfir vegna monsúnrigninga og þúsundir fórnarlamba flóðbylgnanna búa í tjöldum sem eru að syngja sitt síðasta mun Alþjóða Rauði krossinn hleypa af stokkunum stóru verkefni í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) í þeim tilgangi að veita aðstoð.

?Heimurinn treystir Rauða krossinum, Sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparstofnunum fyrir heilsu og velferð fórnarlambanna,? segir Peter Cameron yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Indónesíu. ?Okkur hefur verið falið að skapa eins mannúðleg lífsskilyrði og hægt er á meðan við hjálpum fólki að endurbyggja heimili sín og samfélag.?

21. sep. 2005 : Hamfarir hitta fyrir þá fátæku, veiku og varnarlausu

Johan Schaar er yfirmann hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum við Indlandshaf

21. sep. 2005 : Hamfarir hitta fyrir þá fátæku, veiku og varnarlausu

Johan Schaar er yfirmann hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum við Indlandshaf

20. sep. 2005 : Hjálparstarf í Bandaríkjunum - nokkrar staðreyndir

Neyðarskýli var sett upp á íþróttavellinum í New Orleans þar sem þúsundir manna hafast við. Mynd: Daniel Cima/American Red Cross

Síðan Fellibylurinn Katrín gekk yfir hefur Rauði kross Bandaríkjanna brugðist við náttúruhamförum af áður óþekktri stærðargráðu og starfað af meiri krafti við mannúðarstörf en áður hefur þekkst.

Rauði krossinn hefur útvegað heimilislausu fólki gistingu sem svarar til tveggja milljóna gistinátta í 895 neyðarskýlum í 24 fylkjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Fram að þessu hefur Rauði krossinn borið fram nærri 8,4 milljónir heitra máltíða og yfir 6,6 milljónir léttari máltíða til þeirra sem lifðu hörmungarnar af.

13. sep. 2005 : Eftir mánuð í Indónesíu

Sigurður er sendifulltrúi i Banda Aech í Indónesíu.

5. sep. 2005 : Fjöldahjálparteymi Rauða kross Íslands í viðbragðsstöðu vegna Katrínar

Mynd: Daniel Cima. Bandaríski Rauði krossinn.
Rauði kross Íslands hefur boðið bandaríska Rauða krossinum aðstoð vegna hjálparstarfsins í kjölfar fellibylsins Katrínar. Um er að ræða 5-10 manna teymi sem vinnur í fjöldahjálparskýlum þar er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

?Bandaríski Rauði krossinn tók vel í boð okkar um að senda fólk með reynslu og þekkingu á rekstri fjöldahjálparsstöðva og það skýrist á næstu dögum hvort boðið verður þegið? sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands eftir símafund Alþjóða Rauða krossins fyrr í dag. Um 80 slíkir sérfræðingar Rauða krossins frá nokkrum landsfélögum Rauða krossins eru þegar á leið til Bandaríkjanna.

Yfir 135 þúsund manns gista nú skýlum Rauða krossins sem eru yfir 470 talsins.