23. nóv. 2005 : Rauði krossinn kemur með ný tjöld til að veita fórnarlömbum flóðbylgnanna skjól fyrir monsúnrigningum

Maude er upplýsingafulltrúi Alþjóða Rauða krossins í SA- Asíu. Þorkell Þorkelsson tók myndirnar.

18. nóv. 2005 : Framlag til Pakistan í stað jólaskreytinga

Það verður minna um jólaskreytingar hjá íbúum í Miðleiti 5-7 þetta árið en í staðinn hjálpa þau fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan.
Húsfélagið Gimli Miðleiti 5-7 ákvað að gefa fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan 50 þúsund krónur í stað þess setja jólaseríu á sameign hússins eins og gert hefur verið undanfarin ár.

?Við fengum upplýsingar um hvað þetta kostaði okkur og ákváðum að gefa frekar peningana til fólksins í Pakistan,? segir Birgir Þorgilsson formaður húsfélagsins, ? og við vonum að fleiri geri slíkt hið sama,? segir Birgir jafnframt.

17. nóv. 2005 : Rauði krossinn treystir á konur í heilbrigðisgeiranum til að bæta heilbrigðiskerfið í Pakistan

Asnar eru notaðir við dreifingu tjaldanna í Balakot og nágrannaþorpin.
Alþjóða Rauði krossinn hefur hafið dreifingu tjalda og annarra nauðsynja til um 200 kvenna í heilbrigðisgeiranum í Pakistan sem búa víðs vegar í norðvesturhéraðinu þar sem jarðskjálftinn 8. október hafði mest áhrif. Yfirleitt veita þessar konur heilbrigðisþjónustu til afskekktra fjallaþorpa en margar þeirra hafa ekki getað haldið henni úti eftir jarðskjálftann. Stuðningur Alþjóða Rauða krossins tryggir að konurnar geti haldið henni úti frá 200 mismunandi stöðum í héraðinu.

Konurnar eru hluti af heilbrigðisneti landsins og hafa fengið þjálfun í að veita grunnþjónustu og fyrstu hjálp, taka þátt í að fræða fólk um hreinlæti og forvarnir gegn sjúkdómum. Þá veita þær einnig mikilvæga þjónustu hvað varðar heilsu kvenna.

15. nóv. 2005 : Pakistan - lífsauðs gætt í grjótinu

Sólveig er sendifulltrúi í Pakistan og vinnur sem upplýsingafulltrúi.

14. nóv. 2005 : Útbreiðsla sjúkdóma ógnar fórnarlömbum jarðskjálftans

Sólveig er sendifulltrúi í Pakistan og vinnur sem upplýsingafulltrúi.

10. nóv. 2005 : Hægt er að koma í veg fyrir verulegt mannfall

Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður (fyrir miðju) hlúir að slösuðu barni. Faðir barnsins stendur hjá.

Hægt er að koma í veg fyrir dauða þúsunda manna ef aðstoð berst í tíma að sögn framkvæmdastjóra Alþjóða Rauða krossins, Markku Niskala. ?Það er hægt að koma í veg fyrir verulegt mannfall ef við fáum þann stuðning frá alþjóðasamfélaginu sem nauðsynlegur er nú þegar veturinn er að ganga í garð,? segir Markku. Enn vantar rúmlega helming upp í 7 milljarða króna neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins svo hægt sé að koma fólki í skjól og veita læknisaðstoð í tæka tíð.

Tæplega 30 þúsund manns hafa fengið læknisaðstoð á vegum Alþjóða Rauða krossins og pakistanska Rauða hálfmánans. Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður er í þyrluteymi Rauða krossins. ?Það eru allir vegir í sundur og ekki hægt að fara um á sjúkrabílum og við verðum því að flytja fólkið í þyrlu,? segir Jón.

7. nóv. 2005 : Hjálpargögn eru góð en vilji til að lifa ræður úrslitum

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 02.11.2005
Jón Sigurður er blaðamaður

2. nóv. 2005 : Reykjavíkurborg gefur 5 milljónir til neyðarhjálpar í Pakistan

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Í morgun afhenti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fimm milljónir króna til söfnunar Rauða kross Íslands vegna hamfaranna í Pakistan.

?Þetta rausnarlega framlag færir okkur umtalsvert nær takmarki okkar um að veita 50 milljónum króna til hjálparstarfsins í Pakistan,? segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

Með framlagi Reykjavíkurborgar hafa nú safnast um 45 milljónir króna til neyðarhjálpar í Pakistan frá almenningi, ríkisstjórn og úthlutun úr neyðarsjóði Rauða kross Íslands. Takmarkið er að veita 50 milljónum króna til hjálparstarfsins í Pakistan. Nú vantar fimm milljónir króna upp á að það takmark náist.