29. des. 2005 : Tónleikar í kvöld til styrktar Pakistan

Fjölskylda í Kasmír. Alertnet.org
Styrktartónleikar fyrir fórnalömb jarðskjálftans í Pakistan verða haldnir í Austurbæ í kvöld 29. desember klukkan 21.00. Tónleikarnir eru í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins og mun allur ágóði renna í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.

Miðinn kostar 2.500 kr. og er hægt að nálgast á midi.is eða í Austurbæ kl. 13-17.

Meðal listamanna sem koma fram og gefa vinnu sína eru: Jagúar, Milljónamæringarnir ásamt Páli Óskari og Bogomil Font, Ragnheiður Gröndal, Stebbi og Eyvi, Leaves, Ske og Brynhildur Guðjónsdóttir.

29. des. 2005 : Gott framtak í þágu fórnarlamba í Pakistan

Garðar og Fanney fjalla um starf sjálfboðaliða og margvíslegan stuðning við mannúðarstarf Rauða krossins.

27. des. 2005 : Eftir tsunami

Stutt útgáfa að þessari grein birtist í Tímariti Morgunblaðsins þann 24.12.2005, en hér birtist hún í fullri lengd.

27. des. 2005 : Enduruppbygging hefur forgang í fimm ára aðgerðaráætlun á flóðavæðunum í Asíu

Maður frá Pottuvil í Sri Lanka situr fyrir utan ónýtt hús sitt. Flóðbylgjan varð þúsundum manna að bana í Pottuvil.
Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið út endurskoðaða aðgerðaráætlun til að aðstoða fórnarlömb flóðanna hrikalegu við Indlandshaf 26. desember 2004 sem urðu a.m.k. 227 þúsund manns að bana. Yfir 2,2 milljónir manna urðu á einhvern hátt fyrir þessum flóðum.

Gefin hefur verið út fimm ára áætlun sem gerir ráð fyrir að jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna verði sett í hjálparstarf, þar sem 54% þessara fjármuna fara í enduruppbyggingu á húsnæði og lífsviðurværi fólks.

19. des. 2005 : Nemendur í MK halda styrktartónleika fyrir Pakistan

Nemendur úr MK í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem er kenndur í Menntaskólanum í Kópavogi, komu fyrir stuttu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins og fengu kynningu á hjálparstarfi Rauða krossins. Nína Helgadóttir fræddi nemendurna og kennarann þeirra, Hjördísi Einarsdóttur, um hjálparstarf Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan 8. október síðastliðinn.

Sú hugmynd hefur nú kviknað meðal nemenda MK að halda tónleika 29. desember til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ kl. 21 og miðaverð er 2.500 kr.

16. des. 2005 : Söfnuðu 153.388 krónum fyrir Pakistan

Sigurður Björgvinsson skólastjóri Víðistaðaskóla afhendir Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins afrakstur söfnunar nemenda og starfsmanna.

Föstudaginn 16. desember afhentu nemendur og starfsmenn Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Rauða krossinum afrakstur af söfnun sem þau héldu til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Pakistan.

Hugmyndina að söfnuninni átti Bryndís Skúladóttir sérkennari við skólann og var markið sett á að allir nemendur gæfu 100 kr. og allir starfsmenn 1000 kr. Í skólanum eru 480 nemendur og 70 starfsmenn sem söfnuðu 153.388 kr. og náðu því að safna töluvert hærri upphæð en stefnt var að. Það ríkti því sannkölluð hátíðarstemning á sal skólans er Sigurður Björgvinsson skólastjóri afhenti Helga Ívarssyni formanni Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands peningana við dúndrandi lófaklapp nemenda.