Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir neyðarteymi Rauða krossins á Filippseyjum
Sólveig hélt til Albey í gær en þar hefur fjöldi bæja og þorpa grafist undir aurskriðum sem féllu úr eldfjallinu Mayon vegna gífurlegs vatnsveðurs sem fylgdi fellibylnum. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafi farist í hamförunum og að um 600.000 manns þurfi á einhverri aðstoð að halda.
Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Filippseyjum á vegum Rauða kross Íslands
Sólveig er ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða filippseyska Rauða krossinn við neyðaraðstoð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því að hörmungarnar gengu yfir, og hafa þrjú neyðarteymi filippseyska Rauða krossins þegar hafið dreifingu hjálpargagna til íbúa á svæðinu.
Jarðskjálftinn í Pakistan. Flestir enn í tjöldum
Uppbygging í Aceh einu og hálfu ári eftir flóðbylgjuna
Ánægð að geta gengið aftur

Samia var í skóla í hverfi í Muzaffarabad þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hún hljóp strax út úr byggingunni en þegar hún fór svo aftur inn til að ná í töskuna sína hrundi skólabyggingin eftir öflugan eftirskjálfta.
Undirbúningur samfélagsins skiptir öllu þegar hörmungar eiga sér stað
![]() |
Þórir Guðmundsson hitti þessa konu á ströndinni í Sri Lanka um miðjan janúar 2005, tæpum mánuði eftir að flóðbylgjan skall á landið. |
Jarðskjálftinn í Pakistan: fórnarlömb byggja upp líf sitt
?Það skiptir öllu máli að fólkið á staðnum leiði uppbyggingarstarfið,? segir Azmat Ulla hjá Alþjóða Rauða krossinum. ?Það fólk veit best um sínar þarfir og það er stór hluti af uppbyggingarstarfinu að hjálpa þessu fólki að taka við stjórnartaumunum. Þegar fólk er virkjað á þennan hátt er einnig líklegra að ýmsar breytingar til lengri tíma komist í gagnið, eins og í heilsugæslu, menntun og almennu lífsviðurværi.?
Sjúkrahús í Abbottabat í Pakistan
Fíton styrkir hjálparstarf í Pakistan
![]() |
Þormóður Jónsson og Sólveig Ólafsdóttir. |
Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri Fíton afhendi Sólveigu Ólafsdóttur sviðstjóra útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands 205.000 krónur framlag fyrirtækisins til styrktar hinu erfiða hjálparstarfi sem nú fer fram á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan.
Afhentu verulega fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan
![]() |
Aníta Ólöf, Hjördís, Kristján og Garðar við afhendingu söfnunarfjárins. |
Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.
Eitt ár frá hörmungunum við Indlandshaf
![]() |
Yfir 100 fjölskyldur eru þegar komnar með framtíðarhúsnæði á Sri Lanka. |
Samtökin fimm sem tóku við fjármununum: Barnaheill - Save the Children, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorp og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa staðið fyrir gríðarlegu neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu, hvert í samstarfi við sín alþjóðasamtök og í samvinnu við félagasamtök á staðnum.
Athvarf fyrir syrgjendur í Chinari í Kasmír-héraði
![]() |
Muner Ahmed sýður te fyrir viðskiptavini sína. |
Það er auðvelt að draga þá ályktun af kliðnum fyrir utan að þessi biðstöð í Kashmír-héraði í Pakistan, sem áður var iðandi væri að vakna til lífsins að nýju eftir jarðskjálftan 8. október. En það sem Ali og félagar hans sögðu við gesti sína í löngum samræðum vakti upp sterkar minningar um jarðskjálftann sjálfan og eftirköst hans.
?Ég var í versluninni þegar skjálftinn hófst,? sagði Majid og saup á teinu. ?Hann var svo sterkur að ég datt á gólfið og þegar ég stóð upp sá ég ekki neitt fyrir ryki. Það var algjör þögn. Þá fór fólk að öskra og kalla á hjálp og ég hljóp til og reyndi að draga fólk úr rústum bygginganna.?