Fíton styrkir hjálparstarf í Pakistan
![]() |
Þormóður Jónsson og Sólveig Ólafsdóttir. |
Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri Fíton afhendi Sólveigu Ólafsdóttur sviðstjóra útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands 205.000 krónur framlag fyrirtækisins til styrktar hinu erfiða hjálparstarfi sem nú fer fram á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan.
Afhentu verulega fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan
![]() |
Aníta Ólöf, Hjördís, Kristján og Garðar við afhendingu söfnunarfjárins. |
Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.
Eitt ár frá hörmungunum við Indlandshaf
![]() |
Yfir 100 fjölskyldur eru þegar komnar með framtíðarhúsnæði á Sri Lanka. |
Samtökin fimm sem tóku við fjármununum: Barnaheill - Save the Children, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorp og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa staðið fyrir gríðarlegu neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu, hvert í samstarfi við sín alþjóðasamtök og í samvinnu við félagasamtök á staðnum.
Athvarf fyrir syrgjendur í Chinari í Kasmír-héraði
![]() |
Muner Ahmed sýður te fyrir viðskiptavini sína. |
Það er auðvelt að draga þá ályktun af kliðnum fyrir utan að þessi biðstöð í Kashmír-héraði í Pakistan, sem áður var iðandi væri að vakna til lífsins að nýju eftir jarðskjálftan 8. október. En það sem Ali og félagar hans sögðu við gesti sína í löngum samræðum vakti upp sterkar minningar um jarðskjálftann sjálfan og eftirköst hans.
?Ég var í versluninni þegar skjálftinn hófst,? sagði Majid og saup á teinu. ?Hann var svo sterkur að ég datt á gólfið og þegar ég stóð upp sá ég ekki neitt fyrir ryki. Það var algjör þögn. Þá fór fólk að öskra og kalla á hjálp og ég hljóp til og reyndi að draga fólk úr rústum bygginganna.?