23. des. 2009 : Fimm ár liðin frá flóðbylgjunni miklu í Asíu

Þann 26. desember árið 2004, annan dag jóla, varð heimsbyggðin vitni að einum mestu hamförum sögunnar þegar flóðbylgja skall á fjölmörgum löndum í Asíu og austurstönd Afríku. Mörg hundruð þúsund manns fórust, og milljónir manna í þessum löndum þurftu á tafarlausri neyðaraðstoð að halda.

Gífurleg samstaða Íslendinga eftir hamfarirnar í Asíu þann 26. desember 2004 kom strax í ljós - meðal annars fram í framlögum almennings, stjórnvalda og fyrirtækja til hjálparstarfs Rauða krossins. Hjálparstarfið hófst tafarlaust hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins á hamfarasvæðunum, og alþjóðleg neyðaraðstoð var skipulögð innan nokkurra klukkustunda frá því flóðbylgjan reið yfir. Það fé sem Rauða krossi Íslands var trúað fyrir af íslenskum almenningi nam samtals rúmlega 170 milljónum króna. Til viðbótar má telja vörur og þjónustu sem metin er á alls um níu milljónir króna.

18. des. 2009 : Fimm ára hjálparstarfi Rauða krossins á flóðbylgjusvæðum að ljúka

Annan dag jóla minnumst við þess að þá verða fimm ár liðin frá því að hamfaraflóðbylgjan mikla reið yfir Asíulönd þann 26. desember 2004. 

10. ágú. 2009 : Gerðist sjálfboðaliði eftir að hafa lifað af flóðbylgjuna

Þegar flóðbylgjan skall á ströndinni var Cut Resmi að gróðursetja blóm í litla garðinum sínum í Banda Aceh. Vatnsflaumurinn tók annað af börnum hennar og lagði heimili fjölskyldunnar í rúst. Eftir sátu Cut og eiginmaður hennar allslaus og heltekin af sorg.

Rúmlega fjögur ár eru nú liðin síðan flóðbylgjan í Indlandshafi skall á. Snerti hún líf milljóna manna sem misstu eigur sína og þúsundir létust.

„Ég gafst upp og hélt að ég hefði misst heimili mitt fyrir fullt og allt,“ segir Cut. „Það eina sem gaf mér styrk var sonur minn, því að hann var ennþá mjög ungur og þurfti á miklum stuðningi að halda.“