Rauði hálfmáninn veitir neyðaraðstoð í Gaza

19. nóv. 2012

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu leggja líf sitt daglega í hættu við að reyna að bjarga fórnarlömbum loftáranna sem staðið hafa undanfarna daga. Sjúkraflutningamenn og bráðaliðar Rauða hálfmánans vinna á sólarhringsvöktum við að flytja særða á sjúkrahús og veita nauðsynlega læknisaðstoð á Gazasvæðinu.  

Rúmlega 200 sjálfboðaliðar eru við störf á svæðinu. Einnig hefur Rauði hálfmáninn reynt eftir megni að sjá sjúkrahúsum á svæðinu fyrir lyfjum og sjúkragögnum. Það hefur reynst gífurlega erfitt að halda úti nauðsynlegri aðstoð vegna sprengjuregnsins sem stöðugt fellur til jarðar. Rauði hálfmáninn starfar náið með Alþjóða Rauða krossinum í aðgerðum sínum, og við að veita neyðaraðstoð.