Verðlaunamyndir Þorkels Þorkelssonar

22. des. 2009

Þorkell Þorkelsson ljósmyndari fór í starfsferð til Indónesíu og Sri Lanka fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Ljósmyndir Þorkels voru birtar í riti Alþjóðasambandsins og voru notaðar við upplýsingagjöf til almennings á Íslandi. Myndir Þorkels frá flóðasvæðunum voru valdar sem besta myndaröð ársins 2005 á ljósmyndasýningu blaðaljósmyndarafélags Íslands.