Tælenskir sjómenn treysta sjónum ekki lengur

Maude Frodberg í Phang-Nga

7. jan. 2005

Grein þessi birtist á heimasíðu Alþjóðasambands Rauða krossins.

„?Hvernig get ég haldið áfram á sjónum eftir þetta"?

Síðan flóðbylgjurnar skullu á þorpinu Ban Nam Khem á suðurströnd Tælands hefur sjómaðurinn Oh Navarak misst traust sitt á sjónum. ?Ég hef aldrei séð annað eins. Ég er mjög hræddur,? segir hann og röddin er skjálfandi og veikburða.

Daginn sem hörmungarnar dundu yfir lenti bátur Ohs í flóðbylgju sem sveipti honum og tveimur sonum hans, 19 og 22 ára, í ólgandi hafið. Nú hefur hann efasemdir um það sem hingað til hefur ekki aðeins verið lífsviðurværi hans heldur einnig staðið hjarta hans næst; sjórinn.

Hann minnist þess að það hafi verið logn að morgni 26. desember. Hann lagði snemma af stað og framundan var enn einn veiðidagurinn. Ekkert benti til þess hvað var í aðsigi. Allt í einu virtist sjórinn fara á hvolf og stór flóðbylgja lenti á bátnum hans. Hún beinlínis henti honum og tveimur sonum hans fyrir borð. ?Þetta var aðeins fyrsta bylgjan. Það kom önnur, og sú þriðja, og hún skolaði mér á land aftur. Það eina sem ég man er að ég hélt mér í tré í þeirri von að ég myndi halda lífi,? segir hann.

 

Þúsundir manna sem bjuggu við strönd Tælands urðu heimilislausir í kjölfar hörmunganna.

Á meðan Oh Navarak segir sögu sína safnast fólk saman í kringum hann í bakgarði Ban Park Weep grunnskólans, sem hefur verið breytt í miðstöð Rauða kross Tælands fyrir þá sem misstu heimili sín í hörmungunum. Þögnin í kringum hann verður sífellt meiri um leið og dökkbrún augu hans fyllast af tárum.

Oh Navarak er hins vegar ekki sá eini sem er óttasleginn eftir flóðbylgjurnar. Margir íbúar hafa neyðst til að leita skjóls í fjöllum í nágrenni við héraðið Khao Lak, sem varð illa úti í flóðunum. Orðrómur er á kreiki á hverjum degi um frekari jarðskjálfta og flóðbylgjur.

Tasana Meetheewivoonwut, yfirmaður Phang-Nga deildar Rauða kross Tælands, hefur áhyggur af sjómönnunum sem eru nú allslausir eftir hörmungarnar. Margir eru algjörlega niðurbrotnir eftir að hafa ekki aðeins misst fjölskyldu og vini heldur einnig bát og hús. ?Rauði krossinn veitir aðstoð með matargjöfum, fötum og skjóli. Nú hefur verið komið upp 50 bráðabirgðahúsum í samvinnu við stjórnvöld. Auk þess útvegum við einnig net til fiskveiða. Það verður að veita þessu fólki möguleika á að afla sér tekna,? segir hún. Þá hefur einnig verið komið á fót færanlegri heilsugæslu og eru 35 fjölskyldur sem nú eru í miðstöðinni undir heilbrigðiseftirliti.

Viðbrögð Rauða krossins í þessu héraði hafa verið hröð. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir hörmungarnar hófu sjálfboðaliðar störf víða í héraðinu. Í ráðhúsi Phanga-Nga hafa sjálfboðaliðar verið við störf allan sólarhringinn til að undirbúa skömmtun á mat og vistum, m.a. hrísgrjónum, fisk úr dós, karrímauk, súrar gúrkur, salt, kerti og lyf.

Paitoon Vaichai, sem stjórnar aðgerðum í ráðhúsinu, tekur upp farsímann og svarar einni af mörgum símhringingum, punktar hjá sér og hraðar sér svo í eldhúsið. Þó að nútíðin sé ofarlega í huga hans, hugsar hann líka um framtíðina. ?Ég hef unnið á hörmungarsvæðum í mörg ár og get því ekki annað en hugsað um mikilvægi þess að setja upp viðvörunar- og björgunarkerfi. Fólk þarf að fá upplýsingar um hættuna svo að hægt sé að rýma svæði sem eru í hættu. Með samskiptaneti sem þolir svona hörmungar og reglulegar æfingar sem geta frætt fólk og vakið það til umhugsunar verður mannslífum bjargað.?

Paitoon Vaichai er ekki sá eini sem biður um fyrirbyggjandi aðgerðir til að bjarga mannslífum. Mikil umræða á sér nú stað víða í Tælandi. En í héraðins Phang-Nga er dauðinn enn allsráðandi í daglegu lífi. Líkin hrannast upp og réttarlæknar eru í kapphlaupi við tímann til að bera kennsl á þau.

Á veginum frá Khao Lak, sem áður var paradís fyrir ferðamenn, keyra nú vörubílar með erlend fórnarlömb flóðbylgjanna. Sjálfboðaliðar hafa fundið mörg þessara líka og þeir eru að taka nánast óbærilega stórri áskorun.

Í þetta sinn skullu hörmungarnar bæði á íbúum og ferðamönnum. Slíkar hörmungar geta valdið margs konar vandamálum. Á hörmungarsvæðunum er samúð með þeim sem eftir lifa og ættingum fórnarlambanna hins vegar ekki eitt þeirra.