Nemendur Salaskóla styðja Filippseyjar

21. nóv. 2013

Nemendur í 7. og 8. bekk í Salaskóla eru heldur betur með hjartað á réttum stað, og afhentu 73.994 kr. sem þau söfnuðu fyrir Rauða krossinn til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna á Filippseyjum. 

Nemendurnir opnuðu kaffihús þar sem foreldrum gafst kostur á að borga fyrir veitingar, og kaupajólakort og origamiskreytingar sem krakkarnir höfðu unnið. Þetta var endapunkturinn af 4 vikna þemaverkefni þar sem þau nutu fræðslu frá Rauða krossinum. Í kjölfar fellibylsins á Filippseyjum, og neyðarástandsins þar ákváðu börnin að söfnunarféð skyldi renna til jafnaldra þeirra þar.

Helga G. Halldórsdóttir fjáröflunarstjóri Rauða krossins tók við söfnunarfénu.