Hjálparstarf í Bandaríkjunum - nokkrar staðreyndir

Frétt frá Alþjóða Rauða krossinum

20. sep. 2005

 

Neyðarskýli var sett upp á íþróttavellinum í New Orleans þar sem þúsundir manna hafast við. Mynd: Daniel Cima/American Red Cross

Síðan Fellibylurinn Katrín gekk yfir hefur Rauði kross Bandaríkjanna brugðist við náttúruhamförum af áður óþekktri stærðargráðu og starfað af meiri krafti við mannúðarstörf en áður hefur þekkst.

Rauði krossinn hefur útvegað heimilislausu fólki gistingu sem svarar til tveggja milljóna gistinátta í 895 neyðarskýlum í 24 fylkjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Fram að þessu hefur Rauði krossinn borið fram nærri 8,4 milljónir heitra máltíða og yfir 6,6 milljónir léttari máltíða til þeirra sem lifðu hörmungarnar af.

Á einum degi (þriðjudeginum 13. september) skaut Rauði krossinn skjólshúsi yfir meira en 61.600 manns í 327 neyðarskýlum sem lent höfðu í fellibylnum og bar fram meira en 365 þúsund heitar máltíðir.

Hingað til hafa yfir 134 þúsund manns fengið áfallahjálp frá Rauða krossinum.Yfir 92 þúsund þjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins frá öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna, Puerto Rico og Jómfrúreyjum hafa brugðist við hjálparbeiðni nágranna sinna. Á meðan á þessu hefur staðið hefur Rauði krossinn þjálfað tæplega 74 þúsund manns í viðbrögðum við hamförum.

Yfir 193 þúsund manns hafa skráð sig í fjölskylduskrá Rauða krossins, sem hjálpar fólk að leita að ástvinum sem það hefur orðið viðskila við vegna hamfaranna. Skráning fer fram á www.redcross.org.

Rauði kross Bandaríkjanna hefur aukið verksvið sitt og veitir nú fjárhagsaðstoð til allt að 750 þúsund fórnarlamba fellibylsins sem finna má um land allt. Aðstoðin er veitt í ýmsu formi, m.a. í afsláttarkortum, inneignarnótum, ávísunum og reiðufé.