Þúsundir sjálfboðaliða að störfum um öll Bandaríkin vegna fellibylsins Katrínar

Lesly C. Simmons

31. ágú. 2005

 

Gervihnattamynd af fellibylnum, sem tekin var á mánudag, en þá reið bylurinn yfir New Orleans.

Rauði kross Bandaríkjanna hefur virkjað þúsundir sjálfboðaliða til að bregðast við afleyðingum fellibylsins Katrínar sem hefur lagt hluta af Louisiana-fylki algjörlega í rúst. Að minnsta kosti 100 manns hafa látið lífið af hans völdum.

Ameríski Rauði krossinn hyggst senda hátt í 2.000 sjálfboðaliða á svæðið til að hefjast strax handa við hjálparstarf. ?Sjálfboðaliðar eru það sem Rauði kross Bandaríkjanna treystir á og við köllum nú út nokkur þúsund til að styðja við hjálparstarfið í Louisiana og öðrum fylkjum þar sem bylurinn hefur farið yfir,? segir Pat McCrummen, talsmaður Rauða kross Bandaríkjanna. ?Við horfum til langtímaaðstoðar vegna afleyðinga fellibylsins.?

Rauði krossinn notar allt tiltækt lið til að bregðast við fellibylnum, hvort sem um er að ræða vinnu sjálfboðaliða, leita framlaga til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda eða fá aðstoð frá nágrönnum. Nú þegar hafa sjálboðaliðar hafið störf í neyðarskýlum fyrir tugþúsundir manna í fimm fylkjum ? Flórída, Louisiana, Mississippi, Alabama og Texas.

Koma þarf upp miðstöðvum víða því skemmdirnar ná yfir mjög stórt svæði. Um 1.900 starfsmenn og sjálfboðaliðar verða sendir á vettvang næstu daga og meira en 250 neyðarbílar verða einnig sendir með matvæli og vatn á þá staði sem þurfa mest á slíku að halda. Komið verður upp 15 eldhúsum sem eiga að fæða 350.000 manns á dag.

Nánar er hægt að lesa um fellibylinn á vefsíðu ameríska Rauða krossins http://www.redcross.org/