Jarðskjálftinn í Pakistan – staðreyndir og tölur

Fréttatilkynning frá Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC)

11. nóv. 2005

• Þann 26. október kallaði Alþjóða Rauði krossinn eftir 152 milljónum svissneskra franka (ríflega sjö milljörðum króna) til að styðja við hjálparstarf Rauða hálfmánans í Pakistan. Þessir fjármunir eiga að mæt þörfum 570 þúsund manna fyrir húsaskjóli og hjálpargögnum næstu sex mánuðina.
• Nú hafa 40% þessara fjármuna náðst, eða um 70 milljónir svissneskra franka.
• Talið er að um 3,3 milljónir manna hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna þessara hörmunga, þar af um ein milljón fyrir verulegum skaða. Um hálf milljón manna hafa misst heimili sín.
• Samkvæmt opinberum tölum létust yfir 73 þúsund manns í jarðskjálftanum, þar á meðal 32 þúsund börn, og 69 þúsund slösuðust.

Aðgerðir í Pakistan:

STAÐAN
• Enn þarf að yfirstíga ýmsa erfiðleika í hjálpastarfinu, og munu þeir aukast enn frekar í vetur vegna erfiðra veðurskilyrði og mikillar hæðar yfir sjávarmál. Eftirskjálftar hafa komið af stað skriðuföllum, lokað vegum og truflað hjálparstarf.
• Samkvæmt sendinefnd Alþjóða Rauða krossins í Islamabad hefur hjálp enn ekki borist á 10-20% skjálftasvæðisins.
• Margir búa fyrir ofan snjólínu sem er um tveir kílómetrar.
• Enn er mikilvægast að veita fórnarlömbunum skjól fyrir vetrinum þegar hitinn fer vel undir frostmark.
• Alþjóða Rauða krossinn og Rauði hálfmáninn í Pakistan shá yfir 35 þúsund manns fyrir tjöldum og ábreiðum í hverri viku.
• Auk tjaldanna hefur Alþjóða Rauði krossinn dreift hjálpargögnum til afskektra þorpa og fjallahéraða eins og Balakot, Abbottabad, Garibhabibulla og Batagram.
• Þá hefur Rauði krossinn dreift hjálpargögnum til yfir 80 sveitahéraða í kjölfar þess að komið var upp nýjum búðum í Manshera.

HJÁLP
• Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Pakistan hafa samanlagt farið 86 flugferðir með hjálpargögn, læknisgögn og búnað til neyðaraðstoðar. Að meðaltali hafa yfir 30 tonn af varningi farið með hverju flugi.

DREIFING
• Yfir 230 vörubílsförmum af hjálpargögnum hefur verið dreift til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna skjálftanna.
• Þá er búið að dreifa 11 þúsund tjöldum, 80 þúsund teppum og 11 þúsund ábreiðum til sveitahéraðan umhverfis Balakot, Garibhabibulla og Batagram. Dreifing hjálpargagna heldur enn áfram af fullum krafti þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði og erfitt loftslag.
• Litlir jeppar, múlasnar og stundum fólk eru notuð til að bera hjálpargögnin upp fjöllin til afskektra þorpa. Lítill jeppi getur ekki borið meira en 6-7 tjöld. Sum þessara ökutækja hafa farið allt að 30 ferðir á dag frá Balakot til dreifingamiðstöðvarinnar í Jabra til að ná til 250 fjölskyldna.
• Alþjóða Rauði krossinn er byrjaður að senda sérstakt hjálparteymi með þyrlum til einangraðra þorpa til Norðvesturhéruðunum.
• Um 40 M-6 trukkar með 20 eftirvagna og farm með tjöldum, plastábreiðum og teppum, sem Rauði krossinn í Noregi hefur útvegað, eru komnir og verða teknir í notkun á næstu dögum. Þessir bílar geta flutt meira af gögnum á staði sem aðeins jeppar og múlasnar hafa getað farið á hingað til.

HEILBRIGÐISMÁL
• Um 1.500 manns á dag fá aðhlynningu á sjúkrahúsum Rauða krossins og á heilsugæslustöðvum.
• Rauða hálfmáninn í Pakistan er með læknalið á Norðvesturhéraðinu og þrjú teymi í Kashmir. Þetta fólk ferðast fótgangandi og með þyrlu til mjög afskektra svæða og fer milli þorpa.
• Um 27 þúsund manns hafa fengið læknishjálp frá Rauða krossinum síðan jarðskjálftinn reið yfir. Rauði hálfmáninn í Pakistan hefur veitt um 11.400 manns aðhlynningu í Kashmir og 4.700 manns í Norðvesturhéraðinu með stuðningi Rauða kross Kóreu.
• Rauði hálfmáninn recur sjúkrahús með 100 rúmum í Rawalpindi. Þar er hægt að gera aðgerðir á fólki og fær sjúkrahúsið læknagögn frá Alþjóða Rauða krossinum.
• Tvær heilsugæslustöðvar eru á svæðinu; í Batagram þar sem Rauði kross Frakklands sér um reksturinn og í Balakot sem er í umsjá Rauða kross Spánar. Þar er tekið á móti 300 sjúklingum á dag. Þetta er fólk sem er einkum með minni háttar sár, sjúkdóma sem borist hafa með vatni og ígerð á húð.
• Þá recur Rauði krossinn sjúkrahús með 250 rúmum í Abbottabad og þar starfa læknar frá Japan, Nýja-Sjálandi, Noregi, Íslandi og Þýskalandi, 
• Í Manshera hafa um 4.700 manns fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi sem Rauði hálfmáninn í Saudi-Arabíu og Rauði kross Ítalíu reka. 

VATN OG HREINLÆTI
• Sérstakt vatnsteymi sem í eru starfsmenn Rauða krossins í Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð útvegar 150 lítra af vatni á dag í Batagram og Balakot. Verið er að byggja salernisaðstöðu í Abottabat og Batagram og einnig er vatns- og hreinlætisaðstaða í byggingu á þessum tveimur stöðum, sem og í Maira fyrir norðan Batagram.

STARFSFÓLK OG TEYMI
• Um 400 starfmenn og sjálfboðaliðar hjá Rauða hálfmánanum í Pakistan vinna við ýmiss konar hjálparstörf.
• Nú taka yfir 187 fulltrúar á vegum Rauða krossins þátt í hjálparstarfinu og er starf þeirra samhæft af Alþjóða Rauða krossinum. Þessum fulltrúum mun fækka um helming áður en október er á enda.