Læknisaðstoð í hjarta neyðarinnar

David Lynch

26. okt. 2005

 

Spítali Rauða krossins í Muzaffarabad.
Mynd: Alþjóða Rauði krossinn / Jón Björgvinsson

Alþjóða Rauði krossinn hefur nú sett upp spítala sem rúmar 100 manns í Muzaffarabad, Kasmírhéraði í Pakistan. Spítalinn samanstendur af 30 tjöldum og er staðsettur á krikket-velli í miðbæ Muzaffarabad en þar starfa Finnar og Norðmenn eins og er.

?Fólkinu er sinnt hér á staðnum enda gefur staðsetning spítalans fjölskyldum kost á að vera saman. Það hefur reynst mjög erfitt fyrir foreldra að láta börnin sín í læknishendur í Islamabad ef þeir þurfa svo sjálfir að vera eftir í Muzaffarabad,? segir Jón Björgvinsson sem vinnur með Alþjóða Rauða krossinum í Muzaffarabad. ?Á spítalanum geta meðal annars farið fram röntgen-myndatökur og skurðlækningar.?

Jón segir mikinn fjölda fólks þurfa á læknisaðstoð að halda. ?Rauði krossinn heldur áfram að beita þeirra aðferð sem hingað til hefur reynst vel, þ.e. að senda út lækna- og hjúkrunarteymi ásamt sérútbúnum skyndihjálparbúnaði,? segir Jón. ?Lækna- og hjúkrunarteymin veita fyrstu aðstoð í afskekktum þorpum en verklag þeirra er að greina, hjúkra og svo flytja fólk til spítalans í Muzaffarabad, sem áður voru fluttir til Islamabad. Eitt teymið aðstoðaði 186 sjúklinga á einum degi í þorpi sem ber nafnið Gujur Bandi í Jhelumdal. Tímasparnaðurinn sem felst í þessum breytta áfangastað skiptir máli fyrir skjólstæðinga Rauði krossins, þegar menn eru í kapplaupi við tímanum og veðrið.?