Gríðarleg þörf fyrir læknishjálp

Till Mayer

21. okt. 2005

Borgin Balakot varð fyrir gríðarlegum skemmdum í jarðskjálftanum og talið er að um 7000 af 30000 íbúm hennar hafi farist í rústum heimila sinna. Áhrif jarðskjálftans ná hins vegar langt út fyrir borgarmörk, upp í afskekkt fjallaþorp sem enginn hefur getað vitjað ennþá.

Þyrlur feykja upp ryki í útjaðri bæjains , ekki langt frá héraðssjúkrahúsinu sem skjálftinn jafnaði við jörðu. Slasaðir liggja á sjúkrabörum undir berum himni og bíða þess að fá far með þyrlum til að komast undir læknishendur.

Faðir reynir að róa átta ára dóttur sína. Starandi augu hennar eru full af ótta. Hún er með sáraumbúðir um höfuðið, en hún hefur enga aðstoð fengið aðra en einföldustu skyndihjálp. Hún er ein af þeim mörgu sem þarf að komast á sjúkrahús sem allra fyrst.

Læknisaðstoð er eitt af því sem Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt mesta áherslu í starfi sínu. Frönsk neyðarsveit er komin til aðstoðar í Balakot og hefur sett upp heilsugæslustöð  sem getur sinnt 30000 manns á næstu þremur mánuðum.