Rauði krossinn bregst við neyðinni á Filippseyjum

11. nóv. 2013

Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað söfnunarsíma vegna fellibyljarins á Filippseyjum. Söfnunarsíminn er 904 1500. Einnig er hægt að gefa með millifærslu á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 og á kreditkorti með því að smella hér.

Neyðarsveitir Rauða krossins á Filippseyjum vinna nú að aðstoð um allt landið og verið er að skipuleggja alþjóðlegt hjálparstarf. Filippseyjar hafa orðið fyrir margháttuðum náttúruhamförum síðustu mánuði, þar á meðal jarðskjálfta upp á 7.2 á Richter í Bohol sem einnig er í Visayas héraðinu og flóðum í Luzon. Rauði krossinn á Filippseyjum er þegar kominn til starfa á fjölda staða sem urðu illa úti.

Bernd Schell fulltrúi Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans á Filippseyjum segir vera unnið að öllum hugsanlegum leiðum til að koma hjálpargögnum til þurfandi eins fljótt og hægt er: „Matur, vatn, skýli og læknisþjónusta eru alger forgangsatriði. Hver dagur skiptir máli og það er mikilvægt að við samhæfum hjálparstarfið eftir mætti til að koma þeirri hjálp á staðinn sem þörf er á,“ segri Bernd.

Leitarþjónusta Rauða krossins fyrir Filippseyjar - Are you missing a loved one?