Seldu myndir til styrktar börnum á Haítí

19. feb. 2010

Börnin á leikskólanum Velli í Reykjanesbæ hafa nú bæst í hóp þeirra fjölda barna sem hafa komið börnum á Haítí til hjálpar vegna hamfaranna þar. Öll börnin, bæði lítil og smá teiknuðu myndir og seldu. Foreldrar og aðrir ættingjar keyptu síðan listaverkin og það söfnuðust 34.468 krónur.

Karl Georg Magnússon gjaldkeri Suðurnesjadeildar Rauða krossins heimsótti leikskólann í morgun og tók við styrknum af Bettý Gunnarsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

Börn á Íslandi hafa aldeilis brugðist vel við því strax eftir að jarðskjálftinn reið yfir réðust fjöldamörg þeirra í að afla peninga með ýmsum aðferðum. Rauði krossinn hefur tekið á móti rúmlega 200 þúsund krónum sem safnast hafa með þessum hætti. Sjá nánar hér.